MG5: Fimm manna rafdrifinn skutbíll

TEGUND: MG5

Árgerð: 2022

Orkugjafi:

Rafmagn

Gott að aka, falleg innrétting, verð
Frekar gamaldags útlit
139
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR

Fimm manna rafdrifinn skutbíll

MG bílamerkið er ekki nýtt af nálinni. Þeir byrjuðu að smíða kappakstursbíla í kringum 1920. Nú er öldin önnur og Kína orðið aðal bílaframleiðslulandið í heiminum. MG er í eigu SAIC samsteypunnar í Kína en þeir framleiða meðal annars nokkrar gerðir af rafmagnsbílum.

MG5 er hinn þokkalegasti bíll. Samlitur og á flottum felgum.

MG5 skutbíllinn er svo sem ekki splunkunýr á markaðnum en hann kom fyrst á markað árið 2012 í bensínútgáfu.

Hann kemur í rafdrifinni útgáfu sem kemur bara verulega á óvart.

Ágæt raundrægni

Drægnin á þessum bíl er allt að 400 km skv. WLTP staðlinum en margir bílar í svipuðum stærðarflokkum eru með í kringum 400 km. drægni.  

Til að hafa allt uppi á borðum er almennt mælt með að hlaða rafbíla ekki meira en 80-90% af plássi rafhlöðunnar. Miðum við 80%. Miðað við 80% hleðslu á rafhlöðunni væri MG5 þá að fara um 320 km.

MG5 kemur með árekstrarviðvo?run að aftan (FCW).

Ef við tökum svo meðalhita á Íslandi og íslenskt veðurfar með í reikninginn er auðveldlega hægt að taka 20% af þessum 320 km.

Þá erum við komin með raundrægni upp á rúma 250 km. Það er í rauninni bara fín tala miðað við sambærilega stóra rafbíla.

Farangursrýmið er um 480 lítrar.

Skutbílar frekar sjaldgæfir

MG5 er langt í frá að vera fyrsti rafbíllinn sem byggður er á grunni bíls með brunavél. Við sjáum það klárlega í fleiri gerðum – eins og t.d. Golf, Mercedes, Peugeot og Opel.

Peugeot notar meira að segja sömu framleiðslu- og samsetningarlínu við smíði rafbíla og bíla með brunavél.

Gott inn- og útstig bæði um fram- og afturhurðir.

Það mætti alveg ímynda sér að bíll sem er hannaður fyrir rúmum tíu árum sé kannski ekki alveg að tolla í bílatískunni.

MG hefur alveg tekist að sigla framhjá þeirri tilfinningu að okkar mati.

Prófunarbíllinn var alveg samlitur og á fallegum felgum sem gera hann að töff skutbíl – enda eru skutbílar margir hverjir ansi töff.

Sæti eru þægileg og pláss er þokkalegt.

Ekkert gargandi flottur

Hefðbundinn, já. Nýtískulegur nei. En það er gott að aka MG5 bílnum og 156 hestafla vélin togar nokkuð vel. Hleðsluhraðinn er ágætur eða um 90 kW á klst.

Rafhlaðan tekur um 61 kWst. þannig að í 100 kw. hleðslustöð ætti að vera hægt að hlaða hann að fullu á um 40-50 mínútum.

Hins vegar hlaða mjög margir rafbílinn heima og þá yfir nótt til að eiga nóg fyrir akstur dagsins.

Einkenni rafbíla er slétt gólf.

Flottur að innan

Að innan er bíllinn mjög huggulegur. Í prófunarbílnum voru ljós pleðursæti (plast-leður) sem kom ansi vel út. Sætin eru bara nokkuð þægileg og halda ágætlega við bak og mjóbak en setur eru frekar stuttar.

Mjög falleg innrétting og hagnýtt umhverfi.
Gott útsýni er til allra átta úr MG5 bílnum.

MG5 er hljóðlátur og er þægilegur í akstri. Þetta er ekta fjölskyldubíll með nóg af plássi og í honum er Apple CarPlay og Android Auto. Það er ekki neitt leiðsögukerfi enda notum við að sjálfsögðu símann við það verkefni.

Gott verð

Verðið á þessum bíl er mjög flott. Prófunarbíllinn er á um 5.390.000 kr. sem verður að teljast frábært miðað við nýjan rafbíl með fínu plássi.

Mælaborðið er stafrænt og sýnir allar upplýsingar mjög skýrt og vel.

Töff lúkk á mælaborði – tauefni gefur ákveðinn sjarma.

MG5 skutbíllinn er með ágætu fótaplássi afturí en samt sem áður er höfuðplássið afturí í minna lagi. Útsýni er gott úr bílnum. Hægt er að stilla orkuendurheimtina á þrjá vegu en hún er til þess hugsuð að nota umframorku bílsins og breyta henni í rafmagn inná rafhlöðu bílsins.

Láttu bílinn hlaða

Það er nokkuð sniðugur búnaður sem fylgir MG5 skutbílnum. Þú getur stungið raftækjum í samband við bílinn og hlaðið þau.

Til dæmis er auðvelt að stinga fyrirbæri eins og hlaupahjóli, rafmagnshjóli eða stingsög í samband við bílinn og hlaða – nú eða nota, allt eftir hentisemi.

Hleðsluportið er framan á bílnum.

Byggður á traustum grunni

MG5 hefur á undanförnum árum notið vinsælda sem skutbíll. Hann hefur reyndar ekki verið prófaður sem rafbíll hjá Euro NCAP en sá með brunavélinni hefur staðið sig mjög vel í þeim prófunum.

Þá hafa bílar sem framleiddir eru í Kína fyrir Evrópumarkað fengið ágætt skor í árekstrarprófunum og fer batnandi.

Afturhlerinn opnast vel.

MG5 skutbíllinn er ansi vel heppnaður rafbíll sem hentar án efa breiðum hópi.

Hann ætti að vera fínn sem fjölskyldubíll í skrepp og skutl eða sem ferðabíll fyrir meðalfjölskyldu, með nægu plássi og öllum helstu þægindum.  

Helstu tölur:

Verð 5.190.000 kr. (prófunarbíll af Luxury gerð kostar 5.390.000 kr.)

Rafhlaða: 61 kWh.

Dráttargeta: 500 kg. með bremsubúnaði

Hæð undir lægsta punkt: 18 sm.

Drægni: 4200km.

0-100 km á klst.: 8,3 sek.

CO2: 0 g/km.

Þyngd: 1.562kg.

L/B/H: 4600/1818/1521mm.

Klipping: Dagur Jóhannsson

Svipaðar greinar

Svipaðar greinar