Þegar fólk segist hafa séð fíl í umferðinni nefnir það fíl í eintölu og svo einhvern lit (t.d. bleikan). Svo missir það ökuskírteinið. Þess vegna segja nú fæstir frá því. Hér eru fílarnir nú fleiri en einn. Og fleiri en tveir.
Eðli máls samkvæmt er myndbandið dálítið hreyft. Þetta augnablik hreyfði við ökumanninum og svo getur verið að jörðin hafi líka víbrað. Hvað veit maður? Hef aldrei lent í þessu!
Sá sem heldur á myndavélinni eða símanum er alla vega löglega afsakaður því það er ekkert grín ef fíll „rekst aðeins“ í bílinn.
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein