Fiat bætir mildum blendingum við Fiat 500 og Panda
-sækir fram með auknu „grænu yfirbragði“ á markaði smábíla
Fiat er að hefja sókn á sviði rafvæðingar með vægum tengitvinnbílsútgáfum af 500 og Panda. Drifrás með mildri blendingsútfærslu mun draga úr koltvísýringslosun að meðaltali um 20 prósent í báðum bílum samanborið við núverandi bíla með 68 hestafla, 1,2 lítra, fjögurra strokka bensínvél, sagði Fiat.
CO2 lækkunin verður 30 prósent fyrir Panda Cross útgáfuna, sagði Fiat í fréttatilkynningu.
Fiat 500 blendingsútgáfan mun koma til umboða í Evrópu í næsta mánuði og síðan Panda blendingsgerðin í mars.
Nýlega þróað milda blendingakerfið endurheimtir orku við hemlun og hraðaminnkun og notar það til að endurræsa vélina í stöðvunar- og ræsingarstillingu og til að aðstoða vélina við hröðun.
Kerfið er með 12 volta reim sem er samþætt rafal sem er áfastur 69 hestafla, 1,0 lítra, þriggja strokka bensínvél. Kerfið er fest beint á vélina og er stjórnað af reim sem einnig drífur aukabúnað.
500 mildi tengitvinnbíllinn er með koltvísýringslosun sem nemur 88 grömm á km með samsvarandi formúlu sem breytir niðurstöðum WLTP prófana í NEDC jafngildi þeirra, að sögn Fiat.
Venjulega 500 útgáfan með 1,2 lítra bensínvél er með CO2 losun frá 113 g/km til 116 g/km,
CO2 losun Panda milda blendingsins er 89 g/km til 90 g/km, allt eftir útgáfu. Í Panda sem er ekki tengitvinnbíll með 1,2 lítra vélinni er CO2 losun milli 111 g/km og 131 g/km.
Söluhæstu smábílarnir
Fiat Panda og 500 eru söluhæstu bílarnir, nr. 1 og nr. 2 í flokki smábíla í Evrópu.
Sala á Panda í Evrópu jókst um 9,1 prósent í 169.918 bíla fyrstu 11 mánuði ársins 2019, að sögn JATO Dynamics markaðsfræðinga. Salan á Fiat 500 lækkaði 8,6 prósent í 164.648 bíla á sama tímabili.
Bílarnir tveir voru 57 prósent af Fiat skráningum í Evrópu og 39 prósent af heildarsölu Fiat Chrysler samstæðunnar í Evrópu.
Þessi markapssetning á mildum-blendingsútgáfum markar fyrsta skref rafvæðingar FCA í Evrópu.
Búist er við að önnur kynslóð 500e, bíla sem eingöngu nota rafhlöður, verði kynnt á bílasýningunni í Genf í mars en framleiðsla seríunnar hefst síðar á þessu ári. Fyrsta kynslóðin var aðeins seld í Bandaríkjunum.
Lancia Ypsilon bíllinn, sem er í flokki lítilla bíla, mun einnig fá sömu mildu blendinga afl og 500 og Panda. Tengitvinn (hybrid) útgáfur af Jeep Renegade, Compass og Wrangler verða til sölu árið 2020.
FCA kemur seint að rafvæðingunni og stendur frammi fyrir mikilli áskorun árið 2020 þar sem bílaframleiðendur flýta sér að mæta hörðu 95 g/km meðaltali losunar innan Evrópusambandsins fyrir árin 2020-21. Ef þeir ná ekki markmiði mun bílaframlendum eiga hættu á sektum.
Búist er við að einstök markmið FCA verði aðeins undir 95 g/km tölunni miðað við meðaltal bíllotans. Meðallosun CO2 í Evrópu var 119,1 g / km árið 2017 samkvæmt síðustu opinberu gögnum ESB.
Framkvæmdastjóri FCA, Mike Manley, sagði í ágúst síðastliðnum að bifreiðaframleiðandinn þyrfti ekki að greiða sektir fyrir árin 2019 og 2020, þökk sé samstarfinu við Tesla.
Umræður um þessa grein