Ferskir Frakkar framtíðar og fortíðar
Það er gaman að sjá hvernig bílaframleiðendur á borð við Citroën og Renault sækja innblástur í gamalt fínerí úr fortíðinni. Renault 4 og 5 eru dæmi um það en svo er það Citroën Berlingo sem fær útlitið að hluta til frá 2CV Fourgonnette. Djarft og töff!

Hið nýja útlit Berlingo er kom nú til vegna samstarfs Citroën og Caselani. Bíllinn mun fást í ýmsum útfærslum, til dæmis sem rafbíll. Framleiðsla hefst í janúar 2023.

Skýr skírskotun
Citroën 2CV Fourgonnette AU (U fyrir Utility) var kynntur árið 1951 og framleiddur til 1987. Hann seldist í 1.247.000 eintökum. Berlingo er býsna líkur gamla í útliti og verður gaman að sjá hvernig viðtökurnar verða. Auðvitað er bíllinn nútímalegur í alla staði þótt útlitið sé sótt til fortíðar. Annað væri varla sniðugt.


Öryggis- og tæknibúnaður verður þó ekki úr fortíðinni!

Myndirnar sem hér fylgja eru allar frá Stellantis/Citroën
Fleiri ferskir Frakkar:
Renault 4 snýr aftur
Hinn nýi Renault 4 kemur 17. október
Húrra fyrir sextugum Renault 4!
Renault 4 og Renault 5 sigursælir á Festival Automobile International
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein