Ferrari innkallar 23.555 bíla vegna hugsanlegrar bilunar hemla
- Ferrari er að innkalla tæplega 25.000 bíla vegna loks á forðabúri hemla sem gæti leitt til bilunar á hemlum.
- Lokið gat ekki losað loft almennilega, sem mun valda lofttæmi í vökva bremsukerfis Ferrari-bíla og gæti valdið leka.
Stundum eru athyglisverðar fréttir af innköllun hjá bílaframleiðendum, oftar en ekki snertir þetta einhverja bíla hér á landi, en hér er þó ein frétt af innköllun sem snertir að við vitum best engan bíl hér á landi!
Þetta er nefnilega enn frekari sönnun þess að jafnvel sumir af best smíðuðu bílum í heimi eru ekki ónæmir fyrir innköllun. Ferrari hefur gefið út víðtæka innköllun á 23.555 bílum vegna hugsanlegs leka á bremsuvökva. Bilaðar bremsur eru ekki ákjósanlegar, sérstaklega þegar sumir af kraftmestu og hraðskreiðustu bílum í heimi eiga í hlut – sportbílar Ferrari.
Rót vandans er, samkvæmt bandarísku öryggiseftirlitsstofnunni, NHTSA, lok á forðabúri hemlakerfisins sem nær ekki réttri „útloftun“. Ef lokið nær ekki „að anda“ eins og ætlað er gæti það skapað lofttæmi í kerfinu og valdið leka.
Þessi leki gæti valdið því að hemlar bili, sem gæti síðan leitt til alvarlegrar bilunar (og hugsanlega áreksturs).
Lagfæringin er næstum eins einföld og hægt er að ímynda sér: Ferrari umboðið mun skipta um grunsamlega lokið og uppfæra síðan hugbúnað bílsins. Samkvæmt innköllunartilkynningunni er hugbúnaðaruppfærslan hönnuð til að veita ný viðvörunarskilaboð vegna lágs bremsuvökva.
Nær yfir bíla frá 17 ára tímabili
Inköllunin nær yfir gerðir frá 2005 430 til 2022 Portofino
Umræður um þessa grein