- Norsk hjón voru óánægður með Xpeng G3-bílinn sinn – bíllinn þeirra var með svo lélega drægni að vildu hætta við kaupin. – „Við héldum að það væri framleiðslugalli í bílnum…“
Skrifari Bílabloggs fylgist reglulega með vefsíðum um bíla og hnaut um eftirfarandi frétt á vef Motor í Noregi, sem Norges Automobil-Forbund (systurfélag Félags Íslenskra bifreiðaeigenda) heldur úti.
Þar birtist eftirfarandi frétt á dögunum:
Haustið fyrir tveimur árum keyptu hjón í Romerike nýjan Xpeng G3 á 359.000 norskar krónur.
– Mikilvægasta viðmiðið okkar var að hægt væri að aka bílnum frá Lørenskog til Stavern fram og til baka án hleðslu, segja þau við Motor.
Um er að ræða 312 kílómetra leið samtals. En bíllinn, sem hefur uppgefna WLTP drægni upp á 450 kílómetra, gat það ekki.
Bíll sömu gerðar og bíll norsku hjónanna – Xpeng G3 – mynd: Motor
Stuttu eftir kaupin komust hjónin að þeirri niðurstöðu að bíllinn væri ekki eins og þau bjuggust við. Þau kvörtuðu en það bar ekki árangur hjá seljanda bílsins.
Átökin lentu því í kærunefnd neytendamála sem hefur nú ákveðið að rifta skuli kaupum – og að hjónin fái til baka þá peninga sem þau hafa greitt fyrir bílinn að frádregnum frádrætti vegna gagnsemi sem þau hafa haft, s.s. -kallaður notkunarfrádráttur.
En er þetta fordæmisgefandi?
Nú er það svo að skrifari á ekki rafbíl og hefur því ekki mikla reynslu sjálfur á rafbílum og drægni þeirra, en Bílablogg hefur verið að skoða notkun rafbíla, var fyrst með Volkswagen ID4 í margra mánaða prófun, og nú Polestar.
Eitt af því sem við erum að skoða er drægni rafbíla við mismunandi aðstæður, og það leynir sér ekki að stundum fer ekki saman „mynd og hljóð“ – því uppgefin og auglýst drægni fer sjaldnast saman.
Bílablogg mun halda áfram að fara í „drægnipróf“ á rafbílum og í framhaldinu munum við birta yfirlit yfir þá útkomu.
Norska fréttin hefur líka náð eyrum íslenskra fjölmiðla, því mbl.is fjallaði um þetta á dögunum. En í okkar huga er stóra spurningin: Er þetta fordæmisgefandi, og getur svo farið að úrskurðarhefndir neytendamála í fleiri löndum fái svona mál inn á sitt borð og þá verður það spennandi að sjá hver útkoman verður.
Við munum fylgja þessu eftir á næstunni.
Umræður um þessa grein