Við erum búin að vera ansi drjúg í amerísku drekunum undanfarið þannig að það er ekki úr vegi að skjóta einum þjóðverja hér inn á milli.
Mercedes-Benz 280C frá 1976 er klassískur lúxus coupe framleiddur af þýska bílaframleiðandanum Mercedes-Benz.
Bíllinn er hluti af W114/W115 seríunni, sem var í framleiðslu frá 1968 til 1976. 280C var eitt af afbrigðum þessarar seríu og var tveggja dyra coupe útgáfa.
Bíll með gott orðspor
280C var búinn 2.8 lítra línusexu enda „280“ í nafninu. Vélin framleiddi um 160 hestöfl var pöruð við annað hvort 4 gíra sjálfskiptingu eða 4 gíra beinskiptingu. Bíllinn var afturhjóladrifinn og bauð upp á mjúka og þægilega akstursupplifun, sem er dæmigerð fyrir Mercedes-Benz bíla frá þeim tíma.
Hönnun Mercedes-Benz 280C er glæsileg og tímalaus í raun.
Hann var með klassískt Mercedes-Benz grill með þriggja odda stjörnumerkið í miðjunni, sem gefur bílnum klassískt Benz útlit.
Coupe yfirbyggingin setti sportlegan og stílhreinan blæ á bílinn og gerði hann vinsælan meðal bílaáhugafólks á áttunda áratugnum.
Benz gæði
Innréttingin í 280C var vel búin og úr hágæða efnum með áherslu á þægindi og lúxus.
Bíllinn bauð upp á sæti fyrir fjóra farþega, með rúmgóðu farþegarými og rausnarlegu fótarými fyrir bæði fram- og aftursætisfarþega. 280C kom með ýmsum þægindaeiginleikum síns tíma, þó að samkvæmt nútíma stöðlum gæti okkur þótt hann nokkuð snauður af búnaði.
Eftirsóttur sem klassík
Mercedes-Benz 280C, ásamt öðrum gerðum W114/W115, er klassík og eru mjög eftirsóttir af fornbílaáhugamönnum og söfnurum.
Þessir bílar eru vinsælri fyrir hina tímalausa hönnun, trausta smíði og orðspor áreiðanleika, sem voru allt einkenni sem almennt voru tengd við Mercedes-Benz á þessum tíma.
Vert er að taka fram að nokkuð erfitt gæti reynst að finna vel varðveittan og viðhaldinn Mercedes-Benz 280C árgerð 1976 og hugsanlegir kaupendur ættu að skoða bílinn vandlega með tilliti til ryð- eða vélrænna vandamála – segir Wikipedia vefurinn.
Einnig er vakin athygli á að sérstakar upplýsingar og eiginleikar geta verið mismunandi eftir svæðum og tegundarafbrigðum.
Ef verið er að íhuga að kaupa fornbíl eins og Mercedes-Benz 280C er nauðsynlegt að ráðfæra sig við sérfræðinga eða fagmenn til að tryggja að þú kaupir síður köttinn í sekknum.
Sá sem um er rætt í þessum pistli er til sölu hjá Streedsite Classic. Bíllinn er í ágætis ásigkomulagi og sagður frábær í akstri, málaður fyrir nokkrum árum en að mestu leyti ósnertur.
Fallegur bíll
Gerðarheitið er W114 coupé og þykir með fallegri Mercedes á áttunda áratugnum. Hann er byggður án B bitans en það þótti ansi flottur fídus á sínum tíma.
Reyndar hættu GM að smíða svoleiðis bíla um miðjan áttunda áratuginn vegna þess að þeir þóttu ekki nægilega sterkir ef bíllinn lenti í veltu.
Vélin er 2,8 lítra línusexa sem malar eins og köttur enda ekki ekin nema um 18 þúsund mílur samkvæmt sölulýsingu bílasalans. Annars fylgja bílnum gögn sem sanna viðhald og uppruna og öll númer eru sögð stemma. Og verðið er ekki nema 25.000 bandarískir dollarar (um 3.670.000 kr.)
Það er því ekkert annað en að bjóða í gripinn ef menn hafa áhuga en það má gera hér.
Umræður um þessa grein