Rússneskt sprotafyrirtæki áformar að koma upp hraðhleðslustöðvum í sendibílum víðs vegar um London
Þær geta veitt orku á svæðum án hleðslumannvirkja
Samkvæmt frétt frá Reuters hefur rússneska sprotafyrirtækið L-charge í huga að koma með færanlegar hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla til London árið 2022, í von um að njóta góðs af vaxandi eftirspurn og takmörkuðu aðgengi þar að hleðslukostum, sagði stofnandi fyrirtækisins við Reuters.
Hleðslustöðvar fyrirtækisins ganga fyrir fljótandi jarðgasi (LNG), vetni eða blöndu af þessu tvennu og þurfa ekki að vera tengdar við rafmagnsnet. Það tekur þær 5-7 mínútur að hlaða 80% af rafhlöðu rafbíls, sagði Dmitry Lashin í viðtali.
Lashin sagði að fyrirtæki hans reki einu færanlegu hraðhleðlsustöðina í heimi sem notar LNG/vetni. Stöðin er í Moskvu og berast fyrirtækinu fimm til sex hleðslubeiðnir á dag frá 1.000 rafbílum borgarinnar.
Sala rafbíla hefur farið vaxandi á heimsvísu eftir því sem eftirspurn eykst eftir valkostum öðrum en bílum sem ganga fyrir dísil og bensíni. Hins vegar hafa verið tafir á því að útvega hleðslustöðvar.
L-charge fyrirtækið, sem er í einkaeigu, safnaði 1,5 milljónum dollara í september og er að leita að samstarfsaðila til að auka framleiðslu, bæði færanlegra og hefðbundinna hlelðslustöðva, í 2.000 stk. á ári.
Lashin sagði að L-charge væri nálægt því að ljúka framleiðslu á tveimur öðrum hraðhleðslustöðvum. Aðgengi að einingunni sem er ætluð fyrir London verði í gegnum app.
LNG-knúnu hleðslutækin losa þrisvar sinnum minna CO2 á hverja 100 kílómetra en dísilbílar, en meira en nettengd hleðslutæki í Evrópu, þar sem L-charge mun koma á markað eftir markaðssetninguna í London, sagði Lashin.
Notkunin á þessum færanlegu hleðslustöðvum er líka dýrari fyrir viðskiptavini. Færanlega L-hleðslustöðin mun kosta um 0,80 evrur á hvert kílóvatt á klukkustund, sagði Lashin, sem hann sagði að væri um 1,5-2 sinnum kostnaðarsamara en núverandi valkostir.
En markmið L-charge er að auka rafbílanotkun, sagði Lashin, og auka það sem hann lítur á sem takmarkaða valkosti í hleðslumannvirkjum í London.
Bretland er með um 705.000 tengibíla, þar af 365.000 sem eru að fullu rafknúnir, að því er ZAP-MAP vettvangurinn fyrir rafbíla sýnir. Af 28.000 almennum hleðslutækjum eru meira en 9.000 miðsvæðis í London.
„Vandamálið með rafbíla er að jafnvel þótt þú sért með 98% hlaðna rafhlöðu, seturðu hana samt í hleðslu,“ sagði Lashin. „Þar af leiðandi eru allir afgreiðslutímar uppteknir og enginn er að rukka.“
Þegar það verður komið í fjöldaframleiðslu mun færanlega hleðslutækið kosta um 200.000 dollara eða sem samsvarar 25,9 milljónum króna og hlaða um 25 rafbíla daglega, sagði Lashin.
(REUTERS)
Umræður um þessa grein