Tucson frá Hyundai er ansi vel heppnaður bíll. Núverandi árgerð státar af framúrskarandi búnaði ásamt fjölmörgum útfærslum í boði. Hér má einmitt lesa um upplifun okkar hjá Bílablogg af Huyndai Tucson 2021. En árgerð 2022 bætir um betur.
Örlítið stærri, fleiri aflrásir og þar á meðal blendingur og skarpari línur og síðast en ekki síst hann stóð sig enn betur í öryggisprófunum IIHS. Þar hlaut Hyundai Tucson Top Safety Pick + en árgerð 2021 fékk sömu viðurkenningu en án plússins.
Viðurkenning þessi nær til allra gerða nýrrar árgerðar Tucson en þar vega framljósin og útfærsla þeirra einna hæst.
Í árekstrarprófunum fékk Tucson „topp“ einkunn í hverjum flokki.
Hann fékk einnig hæstu „superior“ einkunn fyrir öryggisbúnað sem á að minnka líkur á árekstri – bæði staðalbúnað og valfrjálsan.
Innbyggðu framljósin sem eru sérkenni nýs Tucson fengu einkunnina „mjög góð“. Aðgangur að festingum fyrir barnabílstól fékk einnig einkunnina „ásættanlegt“.
Hyundai Tucson er einn af tiltölulega fáum bílum í flokki „crossover“ bíla sem hafa fengið þessa viðurkenningu – Top Safety Pick +. Önnur ökutæki sem hlotið hafa þessa vottun eru Ford Bronco, Mazda CX-30, Mazda CX-5, Nissan Rogue, Subaru Forester og Volvo XC-40.
Byggt á grein Autoblog.
Umræður um þessa grein