Lífgjafinn Kia EV6 birtist áhorfendum stærsta sjónvarpsviðburðar Bandaríkjanna, þ.e. Super Bowl, þarnæstu helgi. Þessi magnaði bíll ætlar að töfra áhorfendur upp úr sófum, sokkum og skóm með því að bjarga lífi hunds.
Það er ekki á hverjum degi sem bíll bjargar hundi en þegar Kia EV6 og Super Bowl eru annars vegar geta greinilega ótrúlegustu hlutir gerst.
Það þykir mjög eftirsóknarvert að auglýsa í útsendingu Super Bowl (þ.e. úrslitaleikurinn í ruðningi), enda talið að í Bandaríkjunum séu áhorfendur yfir 100 milljónir talsins. Fyrir vikið eru þetta dýrustu auglýsingarnar og mikið í þær lagt.
Úrslitaleikurinn sjálfur er um það bil þrjár klukkustundir en auglýsingahléið um hálftími að lengd. Það þykir hvorki minna né ómerkilegra sport að horfa á auglýsingarnar en leikinn sjálfan.
Kia birti í gærkvöld EV6 auglýsingu sem mun fanga athygli áhorfenda þann 13. febrúar nk. Óþarft er að hafa fleiri orð um þá auglýsingu því hér er hún:
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein