- Magnaður árangur Kia EV3 á heimsvísu heldur áfram
Kia EV3 er tilnefndur í flokkunum: Bíll ársins, Rafbíll ársins og Hönnun ársins.
- World Car Awards leitast við að viðurkenna, verðlauna og hvetja til framúrskarandi frammistöðu og nýsköpunar í síbreytilegum bílaiðnaði.
- Tilnefningar eru metnar af dómnefnd 96 alþjóðlegra bílablaðamanna frá 30 þjóðum.
- Sigurvegarar verða tilkynntir 16. apríl á viðburði World Car Awards á New York International Auto Show
Kia EV3 hefur verðið valinn í lokaumferðina (topp 3) í þremur flokkum á árlegu World Car Awards. Bílar í úrslitum 2025 voru tilkynntir rafrænt í gegnum World Car TV, eftir val 96 alþjóðlegra bílablaðamanna frá 30 mismunandi þjóðum.
Í hvaða flokkum er Kia EV3 kominn í úrslit?
EV3 var valinn sem einn af þremur efstu bílunum, frá upphaflegum lista af 52 bílum, í þremur mismunandi flokkum. Þessir flokkar eru:
- World Car Design of the Year (Hönnun ársins)
- World Electric Vehicle (Rafbíll ársins)
- World Car of the Year (Bíll ársins – Heildarsigur)
Hver er það við Kia EV3?
EV3 færir framúrskarandi nýjungar sem finna má í Kia EV9 til breiðari hóps en nokkru sinni fyrr og setur þannig ný viðmið í flokki rafmagnsjepplinga af minni gerð. EV3 hefur djarfa og framsækna hönnun að utan í bland við nýstárlegt og hagnýtt innanrými. Rýmið, virkni og þægindi eru nýtt til hins ýtrasta.
EV3 er með bestu drægnina á markaðinum, eða allt að 605 km, og getur hlaðið frá 10-80% á 31 mínútu, sem undirstrikar frábæra skilvirkni bílsins. Hið framúrstefnulega innanrými hámarkar þægindi og aðgengi, ásamt því að Kia AI Assistant, háþróuð akstursaðstoðarkerfi (ADAS) og Over-the-Air (OTA) uppfærslur bæta upplifun eigenda með nýjustu tæknilausnum.
Með slíku bættu aðgengi að rafbílum ýtir Kia EV3 enn fremur undir stefnu Kia um að verða leiðandi í sjálfbærum samgöngulausnum.
Hvaða titla hefur Kia unnið áður í World Car Awards?
Í fyrra vann Kia EV9 tvo stóra sigra, þegar hann hlaut bæði Bíll ársins 2024 og Rafbíll ársins 2024 titlana (2024 World Car of the Year og 2024 World Electric Vehicle).
Nánar um það hér: Kia er bæði Bíll ársins og Rafbíll ársins
Fyrir 2024 viðburðinn hafði Kia þegar unnið þrjú verðlaun í World Car Awards:
- Kia EV6 GT – 2023 World Performance Car of the Year (Frammistöðubíll ársins)
- Kia Telluride – 2020 World Car of the Year (Bíll ársins – Heildarsigur)
- Kia Soul EV – 2020 World Urban Car (Borgarbíll ársins)
Hvenær verða sigurvegarar 2025 World Car Awards tilkynntir?
Sigurvegarar í öllum sex flokkum verða tilkynntir miðvikudaginn 16. apríl 2025 á viðburði World Car Awards á New York International Auto Show (NYIAS).
Fréttatilkynning frá Kia á Íslandi
Umræður um þessa grein