Eru sumardekkin örugglega í lagi?
Margir bíleigendur eru með þann háttinn á að vera með vetrar- og sumardekk á felgum svo það er auðvelt að skipta um vor og haust.
Það eina sem þarf að gera er að skoða hvort dekkin séu í lagi, mynsturdýptin sé nægilega góð fyrir næsta tímabil.
En eru dekkin örugglega nógu góð? Hér á mínum bæ eiga báðir bílarnir sitt hvorn ganginn á felgum og þessi háttur hefur verið hafður á um langt árabil. En á dögunum kom í ljós að ástandið á sumardekkjunum á fólksbílnum var ekki nægilega gott! Eitt dekkið hélt ekki vel lofti og þegar nánar var að gáð voru komnar örfínar sprungur á ytri brún banans, og það lak með einni af þessum sprungum. Sjálfur slitflöturinn var með meira en nægilega mikla dýpt, þannig að þess vegna hefðu þessi dekk dugað ágætlega í sumar.
En það var settur „tappi“ í sprungugatið – og nú bíður bíllinn þess að það verði fundin ný sumardekk áður en honum verður hleypt aftur út í umferðina.



Umræður um þessa grein