Það hvarflar alveg að manni þegar maður skrunar í gegnum nýja bíla á síðum alnetsins að þeir séu keimlíkir. Keimlíkir er kannski vægt til orða tekið því margir eru nánast eins – í útliti allavega.
Við settum saman nokkra sem okkur finnast líkir hver öðrum en sitt sýnist náttla hverjum.
Kia EV5, Fisker Ocean og Ford Explorer
Mjög svipaðir bílar í útliti og má segja jafn langir eða í kringum 4.6 metrar. Nýr Ford Explorer er á grunni sem smíðaður á grunni frá VW og er einhversskonar samstarfsverkefni. Fisker Ocean vekur mikla athygli og Kia EV9 sem er eiginlega alveg eins og EV5 er kominn á göturnar hér á landi.
BYD Seal U og Jaguar F Pace
Eflaust finnst einhverjum þessi samanburður ekki sanngjarn en bílarnir eru keimlíkir í útliti allavega. Talsverður munur eru á þessum tveimur bílum og þá sér í lagi verðinu en Jaguar hefur haslað sér völl sem keppinautur við hlið Mercedes, BMW og Audi. Reyndar minnir BYD Seal bíllinn óneitanlega á eldri gerð af Subaru Forester líka.
Ford Explorer og Renault Scenic EV
Nú er nýr Ford Explorer skyldari Renault Scenic EV en forverar hans enda alveg evrópskur bíll þó Ford merkið sé límt á hann. Renault kemur hér með splunkunýja hugsun í verulega flottum bíl. Jú, það eru útlitsleg líkindi, ekki satt?
Ford Mustang Mach E og Smart #3
Hér eru tveir óskyldir bílar, þeir eiga lítið sameiginlegt nema að ganga fyrir rafmagni. Þeir eru óneitanlega líkir í útliti samt.
Land Rover Defender SVX og Land Cruiser
Hér eru tveir góðir sem bera einhvern keim af hvor öðrum. Defender bíllinn hefur komið sterkur inn hér á landi sem ágætur tofærujaxl með lúxusbúnaði en við bíðum enn eftir nýjum Cruiser. Kannski er ekki hægt að hanna jeppa neitt öðruvísi en svona kantaða? Ef við tækjum nýjan Bronco og bættum honum við samanburðinn yrði hann ekki langt frá þessum tveimur í útliti.
Eins og áður sagði sitt sýnist hverjum og án efa eru einhverjir ekki sammála þessum samanburði en því er þó ekki að neita ef myndir eru bornar saman með svipuðum litum og uppstillingu er eflaust hægt að sjá einhver líkindi með öllum þessum bílum.
Umræður um þessa grein