Það eru margar ástæður fyrir því að fólk ákveður kaupa sér einn gamlan. Sumir safna bílum til að vekja upp góðar minningar eða vegna þess að þá langaði virkilega í bíl sem þeir gátu ekki átt áður.
Stundum kaupir fólk bíla bara vegna þess að þeim líkar við þá, þeir hafa aðstöðu og hafa efni á þeim. Margir sem elska bíla eiga þann draum að eignast klassískan fornbíl en hafa einfaldlega ekki efni á því. En það er sko í fínu lagi að láta sig dreyma – og það er alltaf leið.
„Nýir“ fornbílar skjóta upp kollinum eins og hver önnur vara á markaði á hverju ári. Hér á eftir teljum við upp fimmtán bíla sem eru reyndar frekar sjaldgæfir miðað við aldur og stöðu en eru samt ekkert rosalega dýrir – allavega ekki ennþá.
BMW E30 3-Series (1982-1994)
Það eru til margir bílaáhugamenn sem hafa þá skoðun að BMW eigi að líta til baka og skoða ræturnar. En hvað meina menn með því? Jú, það eru þessir gömlu góðu. E30 3-series er af mörgum talinn til bestu kynslóðar sem BMW smíðaði.
Hann var ekki bara geggjaður keyrslubíll heldur var hann til með ótal mörgum vélarafbrigðum, frekar ódýr og flottur bíll. Ef þú ert að leita að E30 getur þú eflaust fundið slíka bíla, allt frá algjörum druslum og upp í M3 sem kostar einhverjar millur.
Mazda FC RX-7 (1986-1992)
Þegar við heyrum minnst á Mazda RX-7 hugsum við ávallt fyrst um FD RX-7 bílinn. Hins vegar eru til fleiri gerðir af RX-7 en sá bíll. Til dæmis er FC RX-7 bíllinn sem framleiddur var á árunum 1986-1992, sú kynslóð er mun ódýrari.
Þrjár kynslóðir RX-7 hafa verið framleiddar en margir halda því fram að önnur kynslóð bílsins, FC kynslóðin sé sú besta ef maður er að að leita sér að einum gömlum og langar í RX-7. Sá bíll var búinn 1,3 lítra Wankel vél sem gaf frá 146-160 hestöfl en svo voru til öflugri bílar sem kallaðir eru Turbo II sem voru með vél sem gafa 182-200 hestöfl. Það er verið að selja FC RX-7 bíla á tiltölulega góðu verði í dag.
Porsche 944 (1982-1991)
Að kaupa notaðan Porsche gæti hljómað eins og þú ætlaðir að fara taka lífeyrissjóðslán með veði í húsinu þínu. En það er kannski mun einfaldara en maður myndi halda, sérstaklega ef þú ert að leita til dæmis að Boxter. Hins vegar ákváðum við að hafa 944 á listanum í staðinn.
Upphaflega var 944 hannaður sem 924 en Porsche fannst eins og það væri of mikið af Volkswagen genum í þeirri gerð svo þeir juku á muninn. 944 var boðinn með ýmsum fjögurra strokka vélum, þá öflugastu var að finna í 250 hestafla 944 Turbo S. Ef hraði er ekki mikið áhyggjuefni fyrir þig og þú vilt koma þér upp fornbíl er 944 er góður kostur þar sem þeir eru á hagstæðu verði. Annars geturðu fundið dýrari gerðir líke eins og Turbo.
Chevrolet Nova Sport Coupe (1962-1965)
Chevy Nova var vinsæll bíll og framleiddar voru af honum fimm kynslóðir. En gerðirnar á árunum 1962 til 1965 eru sígildar til að safna. Hann var ekki bara töfrandi bíll, heldur var hann mjög vinsæll í spyrnukeppnum og maður hefur séð hann í ófáum bíómyndunum frá sjöunda áratugnum.
Það merkilega er að Chevy Nova var smíðaður úr stáli ólíkt flestum bílum í dag sem eru annað hvort úr koltrefjum eða blöndu stáls, áls og plasts.
Þessi bíll er með 350 V8 vél, beinskipta 3 gíra skiptingu og náði 100 km/klst. á 12.2 sekúndum. Spyrnukeppnir voru algengar í Kaliforníu frá 1930 og urðu bara vinsælli eftir því sem árin liðu. Fólk safnaðist saman um helgar og þá kepptu á hraðskreiðustu bílarnir. Fólk veðjaði um hver myndi vinna og stundum veðjuðu bílstjórarnir titlunum á bílinn sinn. Það er slatti til af Nova Sport og hægt að kaupa fyrir um 30,000 USD.
AMC AMX (1968-1970)
AMC AMX var framleddur af American Motors Corporation í Kenosha, Wisconsin. Áður en AMX var settur á markað fyrir almenna kaupendur sló hann hvorki meira né minne en 106 innlend og alþjóðleg hraðamet; American Motors Corporation voru svo glaðir með árangurinn og það að vinna svona marga titla að þeir framleiddu 52 bíla af svokallaðri Craig Breedlove, sérútgáfu AMX í rauðu, hvítu og bláu.
Þú yrðir virkilega heppinn að rekast á svoleiðis bíl í dag. Ef þú fyndir hins vegar bara venjulegan AMX er hægt að fá þá fyrir minna en 40,000 USD í dag.
Volkswagen Corrado (1990-1994)
Volkswagen Corrado var ætlað að koma í stað Scirocco en bíllinn vakti strax athygli. Corrado kom með kraftmiklum fjögurra strokka vélum en sú vél sem var vinsælust í þessum bíla var VR6 vél sem náði 100 km/klst. á innan við 7 sekúndum. Þessi bíll var framdrifinn og kom aðeins sem þriggja dyra coupé með annað hvort 5 gíra beinskiptingu eða 4 gíra sjálfskiptingu. Bíllinn er með kassalaga hönnun og framendinn er lægri en að aftan sem gefur honum sportlegrt útlit.
Corrados eru ekki á eins góðu verði núna og þeir voru, en það þýðir ekki að þeir séu ekki slæmur kostur ef þú vilt eignast fornbíl. Við fundum hins vegar bara einn Corrado skráðan á vefnum og það er sett á hann um 35,000 dollara, ekinn innan við 30 þús. kílómetra.
Ford Mustang (1979-1993)
Þriðja kynslóð Ford Mustang var útspil Ford til að Mustang yrði samnefnari kraftmikilla sportbíla og vísa með því til öflugrar annarrar kynslóðar Mustang. Mustang III var fáanlegur í þremur mismunandi gerðum, 2 dyra blæjubíll, 2 dyra kúpa eða 3 dyra hlaðbakur.
Það var framleiddur heill hellingur af þessum bílum og þeir eru til allt frá því að vera öskuhaugamatur og upp í flott uppgerða kagga. Ef þú ert til í að leggja meira en 15,000 USD í svona bíl muntu ná þér í flott eintak.
Oldsmobile Delta 88 (1965-1970)
Oldsmobile 88 1965–1970 er sannkallað „teppi“ miðað við bíla dagsins í dag og var söluhæsti bíll á sínum tíma. Hin sérstaka Oldsmobile 88 kynslóð sem hér er talað um er sjötta kynslóðin og hún var framleidd á árunum 1965 til 1970. Það voru hins vegar mörg önnur afbrigði eins og Jetstar 88, Dynamic 88, Delmont 88 og auðvitað Delta 88.
Á milli bílanna var nokkur munur á boddíum en allir voru með Rocket V8 vél. 88 var einnig fáanlegur með 2 gíra, 3 gíra eða 4 gíra sjálfskiptingu eða beinskiptingu. Því miður eru ekki marga svona bíla að finna í dag, en eru til flott eintök sem eru á um 22,000 USD.
Volkswagen Karmann Ghia (1955-1972)
Þetta er nú draumbíll margra. Hver einasta Karmann Ghia er reyndar listaverk á hjólum, þrátt fyrir að hinar ýmsu gerðir bílsins líti misjafnlega út. Í gegnum tíðina breyttist afl bílsins en það gerði hann að mjög snöggum litlum bíl. Aðrar breytingar á líftímanum voru til dæmis þær að stýri var endurbætt, betri kúplingu var bætt við og höfuðpúðum einnig.
Þrátt fyrir að Karmann Ghia sé talinn einn glæsilegasti bíll sem til er, er enn hægt að fá sumar gerðir fyrir um 20,000 USD og það er auðvelt að halda bílnum við án þess að rífa botninn úr veskinu.
Alfa Romeo Giulia Sedan (1963-1978)
Alfa Romeo Giulia Sedan var framleiddur á árunum 1963 til 1978 og var stílhreinn fjölskyldubíll með nægu plássi. Ekki getur maður nú sagt að þetta sé falleg hönnun.
Þessi ítalski bíll var vel gerður með tveggja kambása vél, veltigrind og stýri úr tré. Giulia var ekki búin loftkælingu, en hönnun bílsins gerði þér kleift að vera kúl með alla gluggana niðri án þess að hárið ruglaðist. Þetta er bíll sem passar þvílíkt vel sem fornbíll. Verð á þessum bíl hefur verið að hækka og er nú um 30,000 USD. Um að gera að ná í svona grip áður en þeir verða of dýrir.
Mercury Cougar (1967-1970)
Undirritaður man eftir þessum á götum Reykjavíkur enda ungur drengur með stjörnur í augunum þegar svona bíll ók hjá. Mercury Cougar er klassískur 2 dyra amerískur sportari sem var búinn nákvæmlega því þú þarft í svoleiðis bíl; Windsor V8 vél, 4 gíra beinskipting, afturhjóladrifi og framljós sem féllu inn í grillið.
Cougar gat líka farið kvartmílu á 16.6 sekúndum og hljóðið í honum var eins og í sönnum kvartmílukagga. Þessi bíll var þremur tommum lengri en Ford Mustang en hann keppti við Cougar á þeim tíma. Cougar í góðu ástandi eru í dag aðeins ódýrari en Mustang og kosta um 30,000 USD.
Studebaker Lark (1959-1966)
Studebaker Lark er sjaldgæfur en rúmlega 57,000 voru smíðaðir og aðeins 53 þeirra voru kallaðir Super Larks. Lark var vinsæll og hjálpaði Studebaker að halda sér á floti í nokkur ár eftir að þeir höfðu átt í miklum fjárhagsvandræðum, en það var samt ekki nóg. Lark bíllinn kom búinn OHV V8 vél, 4 gíra beinskiptingu og flutti þig auðveldlega á milli staða.
Studebaker Lark er sjaldgæfur bíll og þetta væri svo sannarlega bíll fyrir þann sem vildi koma sér upp flottum fornbíl. Og verðið er bara nokkuð fínt eða um 20,000 USD.
Ford Ranchero (1957-1979)
Hreint út sagt ljótur bíll en það getur líka verið spennandi. Líkt og Chevrolet El Camino er Ford Ranchero ekki bara venjulegur pallbíll. Ranchero verður til úr skutbíl en hann var hannaður til að líta út sem slíkur.
Það að rífa af honum þakið aftan við fyrstu sætaröð gerði hann að þessum frekar ljóta „pallbíl“. Kvikindið var hins vegar vinsælt því fólk sá sér leik á borði að geta ekið um á þægilegum bíl og notað sem vinnubíl í leiðinni. Ranchero var pínu frumkvöðull en það er hægt að fá þessa dreka á undir 15,000 USD og eignast um leið part af „skutbílapallbílasögunni“.
Subaru SVX (1991-1996)
Subaru SVX, einnig kallaður Subaru Alcyone SVX, var aðeins framleiddur í fimm ár. Þetta var fyrsti bíll Subaru sem var framleiddur með það í huga að bjóða upp á sportlega eiginleika og lúxus, ólíkt WRX STI.
SVX kom með 3,3 lítra 24 ventla 6 strokka vél, með 230 hestöfl og 4 gíra sjálfskiptingu á Bandaríkjamarkað. Þessi bíll gat farið frá 0-100 km/klst. á aðeins 7.3 sekúndum og hefur hámarkshraða 250 km/klst. Bíllinn er eilítið sérstakur en var nokkuð öflugs sportbíll. Vel með farnir SVX eru af skornum skammti en samt finnast ótrúlega flottir bílar á netinu á um 25,000 USD.
Volkswagen Scirocco (1974-1992)
Fyrstu tvær kynslóðirnar komu á árunum 1974–1992 og síðan sú þriðja á árunum 2008–2017. Það voru aðeins þrjár kynslóðir af Scirocco framleiddar og á þeim tíma bættust við 5 mismunandi vélarstærðir og þrjár mismunandi gerðir gírkassa.
Scirocco þykir frábær akstursbíll, hann er léttur og lipur í akstri. Þetta er bíllinn sem er nær ófáanlegur. Eins og er eru engir gamlir Sciroccos til sölu í Bandaríkjunum en þessir bílar eru venjulega að fara á milli 10,000 til 30,000 USD.
Umræður um þessa grein