Ef þú hefur gaman að því að sjá eitthvað alveg ótrúlegt og hefur gaman að bílum – ekki hika við að horfa á þetta 51 mínútu myndband.
Það er ekki oft sem maður dettur í að finna myndbönd á netinu sem vert er að horfa á frá upphafi til enda. Hér er eitt slíkt. Nokkrir ungir drengir smíða Ferrari uppúr gamalli Toyotu Carina. Að sögn bílasmiðsins fór kærastan frá honum til annars af því hann átti flottari bíl.
Verður að segjast að snilldin hjá þessum er ótrúleg og hugmyndaauðgin mikil. Og takið eftir að þróun og smíði bílsins fer nánast öll fram í litlum bílskúr. Flip-flop skórnir eru ekki síður aðalsmerki þessara pilta sem virðast geta framleitt eitt stykki Ferrari á inniskónum einum saman.
Þeir smíða semsagt heilan bíl úr trefjaplasti og ég get ekki betur séð en að akkúrat allt í bílinn sé heimasmíðað, nema kannski felgurnar.
Bíllinn er fullkomin eftirlíking af Ferrari leikfangabíl sem þeir félagar mæla upp og stækka.
Tveggja tóna yfirbyggingin er búin vængjahurðum, svörtum fimm arma álfelgum, inndraganlegri vindskeið að aftan og heimasmíðuðum LED-ljósum báðum megin. Ennfremur hefur mikil vinna verið lögð inni í innanrýmið, með sætum, mælaborði, stýri, gírskiptispöðum, mælaborði og öðrum sérsniðnum íhlutum sem eru stílaðir eftir Ferrari.
Fyrir þá sem eru að velta sér aflrásinni þá kemur hún úr gamalli Toyota Carinu sem var vægast sagt í mjög slæmu ástandi. Hin áreiðanlega fjögurra strokka bensínvél var færð í yfir í „Ferraríinn“ og sendir afl til afturöxulsins. Þó að frammistöðutölurnar séu ekki sambærilegar við gríðarlega öflugan tvinnbíl eins og La Ferrari, þá er uppsetningin eins enda boddíið þannig í laginu.
Til að gera hlutina enn raunsærri bjó liðið til vélarhlíf í Ferrari-stíl sem sést í gegnum afturglerið og uppfærði hljóðið sem kemur úr fjórum útblástursrörunum. Heimasmíðaður pallurinn er með sérsniðnu fjöðrunarkerfi sem hentar bílnum afar vel – allavega þessum.
Sjón er söguríkari.
Umræður um þessa grein