Er bíllinn tilbúinn fyrir veturinn – annar hluti – þurrkublöðin
Eitt mikilvægasta öryggistækið á bílnum eru þurrkublöðin. Núna þegar veður gerast misjöfn er mjög mikilvægt að þau séu í lagi.
Þurrkublöðin eru oft orðin slitin eftir notkunina yfir sumartímann. Þurrkublöðin harðna í hita og sólarljósi og hörð blöðin eiga það tila að „skripla“ hreinlega á rúðunni þegar kveikt er á rúðuþurrkunum.
Það eru til margar gerðir þurrkublaða, en þeim sem þetta skrifar hefur reynst best að vera með „heil“ blöð, sérstaklega að vetrarlagi. Eldri gerðir þurrkublaða voru úr gúmmí sem haldið var af málmboga með klemmum sem héldu utan um sjálft þurrkublaðið. Hægt er að fá svona þurrkublöð með „kápu“ utan um málmarminn, en í dag eru hins vegar komin þurrkublöð þar sem sjálft blaðið er burðurinn og engin málmgrind lengur til staða. Þessi gerð af þurrkublöðum hentar sérlega vel að vetrarlagi því þau safna á sig mun minni snjó og ísingu.
Gott að nota vatnsfráhrindandi vörn á framrúðuna
Til viðbótar við góð þurrkublöð getur verið frábær viðbót að nota vatnsfráhrindandi varnarefni sem er borið á framrúðuna. Dæmi um slíkt efni er Rain-X, sem borið er á hreina framrúðuna (gæta þarf þess að herinsa hana vel áður en efnið er borið á) og síðan skolað með vatni og þurrkað yfir með mjúkum klút eftir að efnið hefur þornað á rúðunni. Sá sem þetta skrifar hefur notað Rain-X um árabil með ágætum árangri.
Fleiri slík efni eru til að markaðnum, svo sem „Rain Away“ frá Kemi, sem við höfuð aðeins prófað einus inni og getum ekki byggt á lengri reynslu og nú nýlega prófaði Bílablogg nýtt efni frá Japan, Glaco soft99, sem verslunin Classic Detail sem er í Bíldshöfða 16 selur.
Glaco soft er í handhægum brúsa með áföstum púða, sem notaður er til að bera efnið beint á rúðuna. Í okkar tifelli var efnið borið á tvisvar á tvo mismunandi bíla, fólksbíl og jeppa og það hefur gefið nærri þriggja mánaða vörn, þannig að rúðuþurrkurnar eru nánast óþarfar í miðlungs rigningu, því droparnir renna af og skerða ekki útsýnið.
Umræður um þessa grein