Svarið sem kemur strax upp í hugann er: „Já. Það er alltaf lummó og hreint út sagt kjánalegt.“
Þegar ég kannaði málið með dálitlu ferðalagi um veraldarvefinn komst ég að því, mér til mikillar furðu, að bílajólaskreytingar geta verið fyndnar!

Þeir eru til sem reyna að jólaskreyta bílana sína á sama hátt og þeir myndu skreyta kofa, eldhúsglugga eða jólatré. Það náttúrulega gengur ekki nema bíllinn eigi ekki að fara neitt.

Ef bíllinn er ekki í notkun er eflaust frekar lítið mál að skreyta með snúrum, gaddavír og öðru skemmtilegu sem nágrannarnir vonandi hrasa ekki um.


Öðru máli gegnir um bíla sem eru í notkun og það jafnvel í snjó, slabbi og slubbi (hvað sem það nú er). Eitt og annað hefur fólk búið til sjálft og eru hér nokkur sýnishorn en svo má reyndar kaupa mjög fyndið jólatengt bíladót í vefsjoppunni Amazon.













Svo er þetta myndband alveg ágætt og frekar vel gert þannig að ég læt það fylgja hér:
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein