Athugið: myndband fylgir þessari grein!
Suzuki Swift er vinsæll og þekktur smábíll sem hefur verið í framleiðslu síðan 1983. Swiftinn náði strax miklum vinsældum á markaðnum vegna passlegrar stærðar og skemmtilegra aksturseiginleika.
Í framhaldinu kom svo í ljós að Suzuki Swift var einstaklega endingargóður og bilanafrír. Enda hefur bíllinn selst í um níu milljónum eintaka frá árinu 2004.
Það fyrsta sem bar fyrir augu við innganginn á hóteli blaðamanna var þessi fagurblái Suzuki Swift.
Fylgir samtímanum
Í gegnum árin hefur Suzuki Swift fengið nokkar andlistlyftingar og uppfærslur sem hafa þróast til að mæta breyttum kröfum markaðarins og tækniframförum.
Þar hefur Swftinn aldrei setið eftir og í dag má spyrja sig hvort þetta sé ekki einn af fáum alvöru „hatchbökunum“ sem eftir eru með gömlu góðu bensínvélinni.
…og við völdum að aka bláum Suzuki Swift í reynsluakstrinum. Sá var beinskiptur og framdrifinn af GLX gerð.
Léttur og lipur
Eitt af því sem einkennir Suzuki Swift er sportleg hönnun hans og lipur akstur, sem hafa gert hann að uppáhaldi meðal milljóna. Bíllinn kemur nú í fjórðu kynslóð sem sá Swift sem við þekkjum í dag.
Nýr Swift er ekki nema um 950 kg. og lengdin er um 3,98 metrar. Þessi nýi Swift er því mjög skemmtilegur í akstri, léttur og lipur.
Stærð bílsins gerir hann að snjöllum borgarbíl sem hentar vel til að aka um fjölfarnar borgargötur með þrengri bílastæðum, lipurt og létt stýri og og vel byggður undirvagn gefa mjög skemmtilega akstursupplifun.
Blaðamenn víðs vegar frá Evrópu kynntu sér þennan nýja Suzuki Swift á dögunum. Myndirnar eru frá hádegishléi sem boðið var til rétt fyrir utan borgarmarka Bordeux í Frakklandi.
Vor í Bordeux
Við hjá Bílablogg vorum svo heppin að vera boðið af Suzuki á Íslandi á kynningu á þessum nýja smábíl. Við reynsluókum bílnum um nágrenni Bordeux í Frakklandi á dögunum og segjum ykkur nánar frá þeim skemmtilega akstri innan skamms.
Merki Swift er rótgróið hjá okkur íslendingum enda góðu vanir í bílamerkinu Suzuki.
Enn meiri tækni
Auk hagkvæmni og aksturseiginleika hefur Suzuki Swift getið sér gott orð fyrir áreiðanleika og hagkvæmni. Skilvirkar vélar og lágur rekstrarkostnaður hafa gert hann að hagkvæmu vali fyrir neytendur. Bíllinn kemur nú með 1.2 lítra, þriggja strokka bensínvél sem fær aðstoð frá litlum rafmótor þegar á reynir. Suzuki kallar þetta „mild-hybrid“ kerfi.
Forsvarsmenn Suzuki segja að þessi alveg nýi Suzuki Swift sé útpældur.
Átta flottir litir eru í boði á nýjum Suzuki Swift.
Ný hönnun, útlit og aðgengi er sett saman með upplýsingum frá ánægðum notendum bílsins í gegnum árin.
Niðurstaðan er vel búinn smábíll með öllu því sem við eigum að venjast í nútíma bíl í dag. Akreinavari, akreinastýring, skynvæddur hraðastillir og tenging við snjallsíma er meðal staðalbúnaðar.
Fjórar kynslóðir Suzuki Swift voru á staðnum.
Sætin í bílnum eru á pari við stærri fólksbíla. Þar má nefna að setur eru djúpar bæði fram í og aftur í. Aðgengi er mjög gott og fótapláss með eindæmum í svo litlum bíl.
Hörð samkeppni
Í gegnum tíðina hefur Suzuki Swift verið verðugur keppinautur bíla eins og VW Polo, Toyota Yaris, Honda Jazz og Ford Fiesta svo einhverjir séu nefndir.
Á Íslandi verður Suzuki Swift í boði í GL og GLX útgáfum, framdrifinn, fjórhjóladrifinn, beinskiptur og sjálfskiptur. Verðið liggur ekki alveg fyrir enn.
Svo spurningunni sé svarað sem fram kemur í titli þessarar greinar er svarið: já, alveg tvímælalaust einn af betri kostunum í þessum flokki í dag.
Virkilega vel heppnaður smábíll frá Suzuki.
Við birtum svo reynsluakstur, myndband, myndir og ítarlega yfirferð um nýjan Suzuki Swift innan skamms.
Umræður um þessa grein