Engir rafbílar í úrslitum um skynsamleg kaup ársins í Evrópu
Evrópska AutoBest dómnefndin, sem velur bestu nýja bílakaup ársins í flokki skynsamlegra bílakaupa, er ekki með neina rafbíla í úrslitahópnum
Munurinn á hraða rafbílaþróunar í Norður- og Suður-Evrópu má sjá þegar bornir eru saman lokalistar fyrir val á danska bíl ársins og evrópsku AutoBest dómnefndinni. Mikkel Thomsager hjá BilMagasinet í Danmörku útskýrir þetta nánar:
Bílarnir sjö í úrslitakeppninni fyrir Bíl ársins í Danmörku 2023 eru sex rafbílar og einn bensínbíll, en bílarnir sex í lokakeppni AutoBest 2023 innihalda ekki einn rafbíl. Tvær af gerðunum koma hins vegar í rafmagnsútfærslum.
Aðeins einn bíll er innifalinn í báðum listunum. Þetta á við Toyota Aygo X sem er eini bíllinn á danska listanum sem er ekki rafbíll.
Bílarnir sex í úrslitum fyrir AutoBest 2023 eru
- Dacia Jogger
- Honda Civic
- Opel Astra
- Peugeot 308
- Renault Austral
- Toyota Aygo X
Dómnefndarmenn alls staðar að úr Evrópu
Upphafspunktur AutoBest verðlaunanna eru bestu bílakaup Evrópu. Það inniheldur upphæðartakmark upp á 25.000 evrur eða u.þ.b. 3,7 milljónir íslenskra króna.
Upphæðin er miðuð við verð án virðisaukaskatts og skatta, en það setur engu að síður mörk fyrir marga af nýju rafbílunum, sem líta út fyrir að vera ódýrir í Danmörku, því það er enginn eða mjög lítill danskur skattur á þá.
En rafbílar njóta ekki sömu athygli í Suður-Evrópu og í Skandinavíu.
Þvert á móti er litið á innviðina sem takmörkun á þróun og sölu rafbíla og þar sem AutoBest er með dómnefnd frá 32 löndum í Evrópu og þar af á Suður-Evrópa nokkra fulltrúa.
Það þýðir þó ekki að raftækni hafi enga þýðingu fyrir verðlaunin.
Það að bæði Opel Astra og Peugeot 308 koma í rafknúnum útfærslum getur því spilað inn í og þess vegna verða þessir tveir að teljast í uppáhaldi.
Dacia Jogger: Rúmgóður fyrir lítinn pening
Ef þú vilt flytja marga í fólksbíl fyrir lítinn pening er Dacia Jogger óviðjafnanlegur. Á byrjunarverði upp á 200.000 danskar krónur (rétt tæpar 4 milljónir ISK) fyrir útgáfu með plássi fyrir sjö manns býður hann í raun upp á mikið pláss fyrir peningana.
En það er líka það mikilvægasta við bílinn.
Tæknilega skortir hann mikið af því sem annars er að finna sem staðalbúnað í enn ódýrari, smærri bílum. Þetta á sérstaklega við um það sem kallað er virkur öryggisbúnaður, þ.e.a.s búnað sem getur komið í veg fyrir slys, og Jogger er ekki mikil akstursupplifun.
Honda Civic: Akstursánægja í fyrirrúmi
Nýr Civic hefur verið þróaður upp á nýtt frá grunni. Hann hefur stækkað miðað við forvera sinn og hönnunin er orðin mildari.
Í Danmörku kemur bíllinn með sérstakri tvinnvél Honda, sem þegar er þekkt úr Honda gerðum HR-V og Jazz. Ekki er um að ræða tvinn hleðslu heldur svokallaðan rafbíl með rafmótor. Þetta þýðir að það eru alltaf rafmótorar sem knýja framhjólin en aflið er framleitt af bensínvél í rauntíma.
Civic framboðið í Danmörku hefur tiltölulega hátt búnaðarstig. Aftur á móti byrjar verðið á 355.900 DKK (um 7,1 milljón ISK).
Opel Astra: Fjölhæfur með mörgum valkostum
Nýr Opel Astra er fyrsti Astra-bíllinn sem framleiddur er með tækni frá Peugeot/Citroën-samsteypunni, sem nú á Opel. Astra deilir því grunntækni með nýjum Peugeot 308, sem er einnig í AutoBest topp 6 fyrir 2023.
Bílarnir tveir líta hins vegar allt öðruvísi út og Astra hefur einnig haldið nokkrum af þeim eiginleikum sem áður einkenndu Opel.
Þetta á við um sérstök framsæti, háþróuð framljós og Astra er einnig frábrugðin Peugeot 308 með því að hafa nokkra sérstaka hnappa á mælaborðinu, ólíkt 308, þar sem flestar aukastýringar eru meðhöndlaðar á miðskjánum.
Peugeot 308: Glæsileiki og stíll fyrir daglegt líf
Líkt og Opel Astra, sem Peugeot 308 deilir grunntækni með, er hann meðalbíll í Golf flokki. Hann er frábrugðinn þýska bílnum með því að vera glæsilegri bæði í hönnun og innanrými farþegarýmisins.
Báðar gerðirnar eru fáanlegar sem hlaðbakur og stationbíll og eru þær báðar fáanlegar með mismunandi bensínvélum, sem tengitvinnbílar og einhvern tímann sem rafbílar.
Báðir bílarnir byrja á 309.990 DKK (6,2 milljónir ISK).
Renault Austral: Crossover með fínni tækni
Þrátt fyrir nýja nafnið kemur Renault Austral í raun í stað Renault Kadjar og eins og forveri hans er Austral byggður á sömu tækni og núverandi Nissan Qashqai. Þetta á hins vegar ekki við um nýju tvinnvélina, sem er eigin vél Renault, og hún er allt öðruvísi en nýja tvinnvél Nissan, sem að vísu kemur ekki til Danmerkur í Qashqai.
Hins vegar er Austral aðeins stærri en Kadjar og Renault hefur einnig reynt að hækka gæðastig nýja bílsins.
Það finnst í farþegarýminu, sem finnst einkar meira en í þeirri gerð sem er hætt.
Austral verður fyrst í Danmörku í kringum sumarfríið 2023 og bíllinn hefur ekki enn verið verðlagður, en í Frakklandi byrja verðið aðeins yfir byrjunarverði Nissan Qashqai, þar sem við giskum á að verðið byrji á 325.000 DKK (um 6,5 miljónir ISK).
Toyota Aygo X: jepplingur í minni útgáfu
Örbílarnir eru á leiðinni út vegna þess að þeir passa ekki inn í upptalningu orkuflokka sem evrópska kerfið notar.
Toyota hefur því hætt með hinn venjulega Aygo og búið í staðinn til örlítið stærri ör-sportjeppa, Aygo X.
Í samanburði við upprunalega Aygo er Aygo X líka aðeins fullorðnari bíll, með meiri staðalbúnaði og fleiri öryggiskerfum og er hann enn einn ódýrasti bíll Danmerkur á byrjunarverði 134.990 danskar krónur (um 2,7 milljónir ISK).
Hvað er AutoBest?
AutoBest er upphaflega austur-evrópsk hliðstæða hins þekktara vali á Bíls ársins í Evrópu, en undanfarin ár hefur dómnefndin stækkað með bílablaðamönnum alls staðar að úr Evrópu þannig að í dag eiga 32 Evrópuþjóðir fulltrúa. Fulltrúi Danmerkur er Mikkel Thomsager, aðalritstjóri Bil Magasinet.
AutoBest er í rauninni ekkert frábrugðið val á „bíl ársins” nema að það einblínir á hversdagsbíla.
Verðtakmark á tilnefndum bílum er því 25.000 evrur (185.000 DKK) fyrir grunnbíl án virðisaukaskatts og skatta, sem þarf að fást á þessu verði í að minnsta kosti fimm Evrópulöndum.
Í Danmörku er “Bíll ársins í Danmörku” betur þekktur og líka meira viðeigandi fyrir okkur.
AutoBest verðlaunar „Best Buy Car of Europe“ eða „bestu bílakaupin í Evrópu“ ár hvert í desember, í kjölfar lokaviðburðar með fimm til sjö völdum bílum í úrslitum sem fram fer í nóvember.
Auk þess fagnar AutoBest afrekum og persónuleika greinarinnar með verðlaununum ManBest, CompanyBest, ECOBest, DesignBest, TechnoBest, SaftyBest, SmartBest og SportBest, sem eru opinberuð í nokkrum lotum.
(grein á BilMagasinet og vefsíðu AutoBest)
Umræður um þessa grein