Eldsneyti framleitt af Porsche er sagt vera eins hreint og rafmagn en rannsóknir hefjast 2022:
Er þetta vonarneistinn sem brunahreyflar hafa beðið eftir?
Hvort sem okkur líkar það betur eða verri, þá er rafbílavæðingin hafin. Í víðara samhengi hafa lönd þegar ráðist í ákveðnar ráðstafanir til að auka eftirspurn eftir rafbílum – í þeirri von að minnka losun skaðlegra lofttegunda og bjarga plánetunni okkar.
Evrópa hefur verið sérstaklega ströng hvað þetta varðar, þar sem fleiri og fleiri lönd tilkynna markmið sitt um bann við sölu á öðrum bílum en rafbílum innan áratugar eða svo.
.jpg)
En það er ekki enn komið að leiðarlokum fyrir brunahreyfla.
.jpg)
Í viðtali við Evo Magazine þegar nýja Porsche 911 GT3 var hleypt af stokkunum, deildi Dr. Frank Walliser, varaforseti Porsche Motorsport og GT bíla upplýsingum um þróun á tilbúnu eldsneyti Porsche sem kallað er eFuel.
Dr. Walliser telur að hefðbundnar eldsneytisvélar sem nota tilbúið eldsneyti muni breyta ICE (Internal Combustion Engine)-útbúnum bílum í tæki sem eru eins hrein og rafbílar.
Hann bætti við að eFuel sé mikilvægt fyrir Porsche til að draga úr koltvísýringsframleiðsla (CO2) þeirra, vísandi í að tilbúið eldsneyti sé hreinna, hafi enga hliðarafurð, hafi færri agnir og framleiði minni köfnunarefnissýring (NOx) en núverandi dælueldsneyti.
.jpg)
Hversu mikið minni mengun, spyrðu? Dr. Walliser sagði að þegar Porsche hefur fulla framleiðslu á eFuel, búast þeir við lækkun koltvísýrings um 85 prósent.

“Frá “lind til hjóls” sjónarhorni – og þú verður að hafa í huga frá lind til hjóla áhrif allra ökutækja – þetta verður jöfn koltvísýringsmyndun og myndast í framleiðslu og notkun rafknúinna ökutækja,” sagði Dr. Walliser að lokum.
Porsche tilkynnti fyrst um fjárfestingu sína í tilbúnu eldsneyti á síðasta ári, með það að markmiði að bjarga gömlum Porsche bílum sem eru enn á götunni.
Hins vegar snýst þetta ekki allt um að bjarga klassískum bílum. Dr. Walliser útskýrði að öll núverandi lína Porsche með innri brunahreyflum, þar á meðal 992-kynslóð 911 GT3, gæti notað e Fuel án nokkurra breytinga. Þýska vörumerkið stefnir á að hefja rannsóknir árið 2022.
Gæti þetta verið neisti vonarinnar sem áhugamenn um annað en rafbíla hafa beðið eftir? Það er of snemmt að segja til um það, en það er hughreystandi að vita að bílaframleiðendur eru ekki tilbúnir að leggja árar í bát. Kostnaður og verðlagning gæti hins vegar reynst hindrun á veginum.
Því má bæta við að Mercedes Benz telur eFuel ekki vera raunhæfan kost en McLaren telur að þetta gæti verið valmöguleiki gagnvart rafbílum.
Heimild: Evo Magazine
Umræður um þessa grein