Til sölu á 16,4 milljónir
Pontiac Firebird er einn ástsælasti sportari sem framleiddur hefur verið í Bandaríkjunum. Bíllinn sá tórði í fjórar kynslóðir; frá 1967 til 2002. GM setti bílinn á markað til höfuðs bílum frá Ford eins og Cougar og Mustang.
Firebird-inn er klassískur og sportlegur í senn. Framandi útlitið ber þess merki að þarna er kraftaköggull á ferð og það eru orð að sönnu því bíllinn var fullur af krafti.
Firebird-inn keppti beint við Ford Mustang; með langt húdd og lítið farþegarými og átti að höfða til ungra kaupenda.
Pontiac Firebird varð hins vegar ekki bara vinsæll hjá yngri kaupendum, heldur vildu hann Kanar á öllum aldri. Útlitið var flott og yngdi eldri menn upp sem þótti góður kostur. Og þú gast fengið stærri vél, meiri búnað og sérmerkta útgáfu ef þú varst tilbúinn að greiða meira.
Pontiac Firebird var grunnmódelið. Það voru líka til gerðirnar Sprint, Espirit, Formula, Trans Am og Ram Air. Vélargerðir voru frá 2,5 lítra sem voru reyndar frekar slappar, SOCH línu sexur, V6 og V8. Stærsta vélin eftir 1970 var 455 kúbika 7,5 lítra V8 vél sem var hægt að kreista 370 hestöfl út úr.
Fyrsta kynslóð Firebird var í framleiðslu í þrjú ár, frá 1967-69 og seldist í yfir 250 þúsund eintökum.
Bíllinn var bæði til með harðtoppi og í blæjuútgáfu og frá skitnum 160 hestöflum upp í Ram Air IV með um 345 hestafla vél.
Önnur kynslóð bílsins var við lýði frá 1970 og lifði til ársins 1981.
Eftir það fór reyndar að halla undan fæti í framleiðslu amerískra sportbíla enda olíukreppan tekin að þrengja að. Önnur kynslóð var straumlínulagaðri.
Árið 1974 voru reglugerðir um aukið öryggi settar á oddinn í Bandaríkjunum og við það urðu breytingar á framleiðslunni sem þyngdu bílinn. Þessi önnur kynslóð fékk líka almennilegar vélar: 7,5 lítra Ram Air IV mótorinn gaf allt að 370 hestöfl.
Bíllinn sem við birtum myndir af hér, Pontiac Firebird árgerð 1970, er hins vegar aðeins breyttur og búið að eiga dálítið við hann.
Framúrskarandi Firebird af Espirit gerð
7.0 lítra Mast Motorsports LS7 644 hestafla vél
TCI 6x 4L80E 6-þrepa sjálfskipting
Moser afturhásing með Wavetrac tregðulæsingu og 3.89 drifhlutfalli
Nýtísku loftkæling
Detroit Speed power rack-and-pinion stýri
Baer power bremsur allan hringinn
Detroit Speed vökvademparar að framan
Recaro stólar
Antique Automobile hljóðkerfi
Pontiac Buccaneer rauður litur
US Mags Bandit felgur, 18 tommu
Verðið er ásett 125.900 dollarar og hægt að bjóða í hér.
Heimild: RK motors
Umræður um þessa grein