Þegar ekið er um Þverholtið í Mosfellsbæ rekur maður óneitanlega augun í alla bílana fyrir utan Ísband sem er meðal annars söluaðili Jeep á Íslandi.
Það sem hins vegar kom svolítið á óvart er litadýrðin á bílunum sem Ísband hefur stillt upp á planinu fyrir nýja viðskiptavini.
Litadýrð
Við skelltum okkur inn á planið og ákváðum að heyra aðeins í þeim varðandi þessa skæru og skemmtilegu liti sem prýða til dæmis nýjustu Wrangler Rubicon bílana.
Sigurður Kr. Björnsson er markaðsstjóri Ísband. „Wrangler kaupendur hafa verið duglegir að gera bílana svolítið að sínum,” segir Sigurður aðspurður um hvort viðskiptavinir þori yfirleitt að panta sér svona skæra liti.
Vinsæll sem PHEV
En hvernig er Rubicon að koma út sem Plug-in hybrid? Það kom reyndar á óvart, svarið sem Sigurður gaf okkur varðandi rafmagnaðan Rubicon 4xe.
Það kemur fram í myndbandsviðtalinu hér að neðan.
Ísband rekur sitt eigið breytingaverkstæði og eru vinsælustu breytingarnar frá 35’ og upp í 40’. Plug-in hybrid bílarnir eru ekki síður að koma vel út í breytingum en bílar með brunavélunum segir Sigurður ennfremur.
Regnbogalitir á bílum
En Ísband býður ekki bara Jeep Wrangler Rubicon í skærum litum.
Við rákumst á litríka Fiat 500, Alfa Romeo Tonale og síðast en ekki síst hinn „gull” fallega Jeep Avenger sem er fyrsti 100% rafbíll þeirra hjá Jeep.
Sá bíll hefur Jeep málað í gull brons lit og notað sem aðallit í öllu kynningarefni um bílinn. Sá litur hefur ennfremur verið sá mest pantaði frá því bíllinn var kynntur fyrr á árinu.
Umræður um þessa grein