Ekið fram af fjallsbrún
Það er ekki sérlega langt síðan að Volvo lét nokkra splunkunýja bíla falla niður úr krana sem hífði bílana í nokkra hæð. Sá gjörningur var fyrst og fremst til að kanna áhrif slíks falls á skemmdir en einnig til að rannsaka áhrif fallsins á ökumann og farþega.

Hér á landi hefur það tíðkast að gera upp gamla bíla og svo hefur landinn notið þess að sjá þá aka um á þjóðhátíðardaginn – við höfum lítið verið í að keyra þá fram af fjallsbrúnum.
Í Alaska í Bandaríkjum Norður-Ameríku gera menn sér þetta hins vegar til skemmtunar.
Undanfarin ár hefur það verið fastur viðburður þar á bæ að aka bílum fram af fjallsbrún og sjá hvernig sumir bílar fljúga ansi vel en aðrir hrynja í sundur áður en þeir koma niður.
Í myndbandinu með þessum pistli má sjá ansi marga gamalgrónar bíltegundir þjóta fram af fjallsbrúninni og sumir fljúga ansi vel ef svo má að orði komast. Hér hefur þú allavega rúmar 15 mínútur af fljúgandi bílum.
Undirrituðum datt helst í hug keppni í skíðastökki með bílum í stað mannvera.
Það eru nokkrir kaggar þarna sem bera af í flugtækninni. Þarna flýgur til dæmis einn ágætur PT Cruiser ansi vel, Ford Econoline með tengivagn og drekkhlaðnir pikkuppar fá að fljúga líka. Einnig má sjá ódrepandi vélsleða fljúga fram af brúninni en hann gekki í rúmar fimm mínútur eftir giggið.
Tengdar greinar:
Umræður um þessa grein