Eitt rafmagnað heimsmet í viðbót
Mate Rimac og hans lið er statt í Ameríku að kynna Rimac Nevera. Drag Times greip tækifærið, prófaði bíllinn og setti nýtt heimsmet í kvartmílu á Nevera sem er framleiðsubíll (production car) þ.e. bíll sem er gerðarviðurkenndur sem þýðir að þú getur keypt bílinn og skráð hann beint á götuna. Þetta er opinbert kvartmílumet sett á alvöru kvartmílubraut með löglegum græjum.
Tíminn var 8,582 sekúndur og hraðinn 167,51 mílur á klukkustund það er u.þ.b. 269,581213 km/klst.
Hlustið vel á það sem prufuökumaður Rimac Miroslav Zrn?evi? segir í myndbandinu hér fyrir neðan um bílinn það er gríðarlega margt merkilegt sem hann hefur að segja um Nevera.
Næst verður Rimac Nevera og Tesla Plaid att saman. En eins og Mate Rimac hefur áður sagt: Sorry Mr. Musk but Nikola Tesla was born in Croatia“. En Nikola Tesla fann um rafmagnsmótorinn.
Þetta verður athyglisvert þó annar bíllinn sé fjögurra dyra bíll og hinn svokallaður hypercar.
Umræður um þessa grein