Eistum ber sannarlega að hrósa: Þeim tókst að búa til fyndinn og fallegan rafbíl. Bíl sem fær fólk til að brosa. Ekki af því að bíllinn sé eitthvað asnalegur – heldur vegna þess að hann virkar skemmtilegur og vekur kátínu. Lítum nánar á gripinn.
Bíllinn nefnist Nobe GT100 og er hannaður af Eistanum Roman Muljar og settur saman í verksmiðju í Tallinn. Innblásturinn segist Muljar hafa sótt til bjöllunnar, nánar tiltekið VW bjöllu ´74.
Í meðfylgjandi myndbandi er merkileg en stutt saga Nobe rakin: Þegar allt virtist ætla að ganga upp, árið 2019, kom upp eldur í húsnæði Nobe og brann það sem brunnið gat. Fyrstu bílarnir brunnu inni og allt var vont.
áskot/YouTubeEn nú rís sá eistneski upp úr öskunni eins og fuglinn Fönix. Eða eitthvað í þá veru. Í það minnsta virðist allt vera á leiðinni upp á við hjá þeim í framleiðslunni og hér er hægt að panta bílinn og fræðast betur um hann.
Efni af svipuðum toga:
Eru þríhjólabílar bara ljótir?
Er „hálfbíll“ næsta stórborgartrompið?
Skringileg bílkríli fortíðar
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein