Einstakt óhappamyndasafn Leslie Jones
Þegar almenningur í Vesturheimi eignaðist „hestlausa vagna“ urðu óhöppin í umferðinni vissulega fleiri og annars eðlis en áður. Ljósmyndarinn Leslie Jones (1886-1967) vann fyrir dagblaðið The Boston Herald frá 1917 til 1956. Umferðaróhöpp voru á meðal þess sem hann myndaði.

Ætli það megi ekki segja að þriðji áratugurinn hafi verið lærdómsríkur tími í bílasögunni. Að skipta úr bensínbíl yfir í rafbíl í dag er sennilega lítið mál í samanburði við að leggja hestvagninum og aka hestlausum vagni. Slysatíðni var há og voru slysin oft alvarleg, einkum og sér í lagi vestanhafs þar sem ökutækin rúlluðu af færibandinu hans Henry Ford og fleiri frumkvöðla – bílar urðu almenningseign og umferðin sennilega kaótísk.


„Bremsur“ virðast hafa átt langa leið fyrir höndum – alla leið í vöðvaminni bílstjórans. Enginn taumur til að toga í á þessum vögnum.


Falleg mynd en ekki kom þetta til af góðu. Hér er annað sjónarhorn:




Bílar og vatn? Einhvern veginn virðast ökumenn hafa verið óheyrilega duglegir að finna vatnið hvar sem það var að finna.





Tröppur voru líka notaðar á þessum árum

Einn fór niður tröppur og annar upp

En sumir fóru beint. Bara spurning „beint á“ hvað…

Beint á tré eða beint á hliðina

Beint inn í garð…

Beint í holu…

En nú er þetta komið gott í bili og vel við hæfi að birta að lokum mynd af ljósmyndaranum Leslie Jones alveg útkeyrðum:

Myndasafn Leslie Jones samanstendur af um það bil 40.000 myndum og hér má skoða hluta þess.
Þessu tengt:
Stiklað á stóru eftir færibandi Ford
Einstakar bílamyndir úr Íslandsferð 1934
Þegar bílar voru vondir og óhöpp þóttu skondin
Ford T-módel: Bíllinn sem varð almenningseign
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein