Einn sportlegur gulur frá Suzuki á Tokyo Auto Salon
Suzuki Swift Sport Yellow Rev hugmyndabíll verður kynntur á 2019 Tokyo Auto Salon þann 11. janúar
Tokyo Auto Salon opnar dyr sínar fyrir blaðamenn á föstudaginn kemur, þann 11. Janúar og almenning um næstu helgi.
Framleiðendur eru að gefa innsýn í það sem þeir eru að koma fram með á sýningunni. Sérstaklega eru það japönsku vörumerkin eru framarlega í flokki til að mæta með sérsniðnar hugmyndir byggðar á vinsælum ökutækjum sem vekja munu hrifningu þeirra sem koma og skoða. Við höfum sagt þér áður að Honda muni kynna hugmyndabíl sem kallast Versatilist byggðan á Civic hatchback.
Suzuki vill ekki vera eftirbátur annarra og kynnir þrjá hugmyndabíla. Um tvo þeirra hefur þegar verið fjallað hér á vefnum og byggja á nýju kynslóð Jimny-jeppans. Þriðji hugmyndabíllinn er svo byggður á mjög vinsælum Swift-hatchback frá Suzuki.
Kallaður „Swift Sport Yellow Rev“, og kemur til leiks í sérstökum gulum lit sem þeir hjá Suzuki kalla „High Chroma Yellow Pearl“. Sjálfur bíllinn er í gulum lit en súlurnar og þakið er með svörtum lit ásamt því að rúður eru einnig með svartri filmu. Suzuki hefur sent frá sér eina mynd af Swift Sport Yellow Rev hugmyndabílnum og á hliðum er hann með hvíta og gráa grafík ásamt sportlegum límmiðum. Svart grillið og svartar álfelgur með mörgum pílárum eru önnur lykilatriði í þessum hugmyndabíl. Hvort Suzuki hefur gert einhverjar vélrænar breytingar er ekki er enn vitað
Umræður um þessa grein