Eftirminnilegur á alla vegu
Þessi glæsilega uppgerði Range Rover, árgerð 1977 hefur verið nánast allan sinn líftíma í miðborg Parísar. Jeppinn var tekinn nánast í nefið. Boddýið var pússað niður í beran málminn, allt ryð klippt út og nýtt stál soðið í staðinn. Síðan var ryðvörn borin á mestu álagspunktana til að vernda bílinn gegn tæringu í náinni framtíð. Þessi bíll er seldur.


Guli liturinn
Reinsinn var svo málaður með tveimur umferðum í Bahama Gold, sama lit og var á bílnum áður. Vélin var einnig tekin í öreindir og allir partar hreinsaðir. Gírkassi var að fullu endurbyggður sem og drifið og skipt um hemlakerfið eins og það leggur sig.

Vélin er hin ofurþýða 3,5 lítra V8 með beinskiptum fjögurra gíra kassa. „Undir vélarhlífinni var vél sem átti ættir að rekja til Buick, öll smíðuð úr áli – 3,5 lítra V8 vél, smíðuð af Rover. Takið eftir afturljósunum. Fyrir þumalputta gæti farið dagur í að skipta um perur í afturljósum. Þau ættu allavega ekki að detta af.
Hún var með 135 hö og 278 Nm tog og skilaði bílnum frá 0 til 100 km/klst á 14 sek með um 150 km/klst hámarkshraða“, segir í grein Jóhannesar Reykdal um sögu Range Rover.

Range Rover var með sídrifi og kunnugir segja að bíllinn hafi verið ótrúlega þægilegur í beygjum þrátt fyrir að vera alltaf í drifinu. Hann var einnig með hátt og lágt drif, gormafjöðrum og diskabremsum á öllum hjólum.

Lúxustýpan af Land Rover
Það var í september árið 1970 sem þessi fákur var frumsýndur. Hann var hannaður fyrir breska aðalinn til að koma þeim á milli staða án þess að þeir misstu við það heyrnina í gömlu Land Roverunum sínum.
Reyndar heyrði ég sagt frá vini mínum, en faðir hans átti einn svona nákvæmlega eins (bara árgerð 1970) að þegar bíllinn var kominn á ferð á þjóðvegi númer eitt hafi nú alveg þurft að brýna raustina.


Önnuðu ekki eftirspurn
Bíllinn markaði tímamót við komu á markaðinn. Hann varð strax vinsæll í Evrópu og náðu Bretarnir ekki að anna eftirspurn fyrstu árin og var því ekkert fluttur út frá Bretlandi til að byrja með.
Upphaflega framleiddi British Leyland bílinn og því er hann algjörlega hreinræktaður Breti. Þeir voru ekkert að hafa fyrir neinu vökvastýri, sjálfskiptingu og fimm gíra kassi kom ekki fyrr en undir lok sjöunda áratugarins.

Hagnýtur
Range Rover tvennra dyra útgáfan var hagnýtur bíll – aðeins í dýrari kantinum reyndar en ákaflega skemmtilegur í akstri. Hönnun bílsins markaði tímamót í jeppageiranum enda innanrými og sæti með nýtísku sniði þess tíma.
Flennipláss var aftur í og leggja mátti sætin niður til að auka plássið enn meira.

Silkimjúkur í torfærum
Sætin voru breið og þykk, sjónlínan var há – þú sast með höfuðið nánast uppi í toppi. Útsýnið úr bílnum var því frábært og þú sást framhorn bílsins sem gerði akstur í ófærum mun þægilegri.
Bíllinn var sagður mjúkur með eindæmum enda fjöðrun á gormum allan hringinn en gat verið svolítið svagur í beygjum sögðu menn.

Fyrstu Range Rover bílarnir áttu samt sínar dekkri hliðar. Afturhlerinn ryðgaði í ræmur og ramminn utan um afturgluggann. Engin hiti í þeirri afturrúðu. Aftur á móti voru hlutir eins og hurðaopnun, bæði að innan og utan sem var snilldarlega hönnuð. Ef afturhlerinn var settur niður og menn voru að nota bílinn til flutninga var hægt að fella niður númeraplötuna svo hún sæist með skotthlerann niðri.
Bensínlokið var í keðju og hægt að toga stútinn upp til að dæla í hann.
Ekki voru teppi í bílnum enda hugsaður sem „lúxus“ Land Rover og þeir voru til þess ætlaðir að keyra í torfærum úti í sveitum.
Hér má lesa um sögu Range Rover sem Jóhannes Reykdal skrifaði á Bílablogg í fyrra.
Lítil breyting á 11 árum
Aðeins um þennan. Þessi er til sölu hjá Kinglsey Cars í Bretlandi á 44.500 pund. Liturinn heitir Lincoln Green, hefðbundinn Range Rover litur. Þessi er ekinn um 107 þús. kílómetra frá upphafi. Upphafleg þjónustubók fylgir, reikningar fyrir öllu viðhaldi og vottorð úr bifreiðaskrá.
Þessi árgerð, 1981 er kominn með Teddy Bear lituðu plussáklæði, framsætum með höfuðpúðum, teppi á gólfum og er beinskiptur með fjögurra gíra kassa.
Þetta eintak var afhent G. Hobson frá Honley í Huddersfield 3. september 1981. Hobson notaði það sparlega og seldi það áfram árið 1989 með aðeins 20.837 kílómetra.
Fyrsti eigandi fékk bílinn afhentan 3. september og átti hann í átta ár. Þá var hann aðeins ekinn um 21 þús. kílómetra.
Annar eigandinn var læknir frá Humberside sem hélt bílnum í frábæru ásigkomulagi og lét þjónusta hann hjá Land Rover verkstæði í bænum. Sá ók bílnum tæpa 50 þús. kílómetra á sextán árum.








Umræður um þessa grein