„The snow must go on,“ segja þeir í Austurríki sem svellkaldir halda árlega GP Ice Race og hafa gert í rúm 40 ár. Viðburðurinn hefur laðað að um 10.000 gesti en í fyrra og í ár voru engir áhorfendur á staðnum. Þetta var bara á netinu. Fúlt en ekki eins kalt samt…
Við höfum aðeins fjallað um þetta áður og eru hlekkir hér neðst í greininni.
Nú eru það þeir Ken Block, Bandaríkjamaðurinn sem hvorki getur verið kyrr né kærir sig um það, og Mattias Ekström, sænski prófunar- og alls konar ökumaðurinn, sem við beinum sjónum okkar að.
Þeir óku í snjó og ís í Zell am See í Austurríki á ýmsum fínum græjum frá Audi og eiginlega tala myndirnar, sem Audi Motorsport sótti í framköllun í morgun, já þær tala sínu máli. Allar eru þær teknar af ljósmyndaranum með skemmtilega eftirnafnið; Michael Kunkel.
Gjörið svo vel!
?
Hér eru nokkrar tengdar greinar sem þú gætir haft áhuga á:
Úr sandinum í snjóinn
Tvinn-rallbíll prófaður í steikjandi hita í Marokkó
Verstappen er ekki góður á skautum en…
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein