„Drossían“ fuðraði einfaldlega upp
Það fór allt í bál og brand þegar náungi nokkur að nafni Tarek Salah ferðaðist langa leið til þess að kaupa Ferrari F355. Seljandi og kaupandi voru á leið til bifvélavirkja til að ganga úr skugga um að allt væri í lagi áður en gengið væri frá kaupunum. Þeir komust ekki til bifvélavirkjans.
Athugasemd: Lesandi benti á að F355 væri nú ekki drossía heldur sportbíll (eða var sportbíll, öllu heldur) og það er alveg rétt. Þess vegna hefur undirrituð orðið drossía innan gæasalappa í stað þess að breyta fyrirsögninni.
En þetta myndband segir víst það sem segja þarf um hryggileg örlög bílsins:
Umræður um þessa grein