Land Rover hefur ekki sett á markað blæjubíl síðan einn slíkur af gerðinni Range Rover Evoque en hann sá sást ekki eftir árið 2018. Ekkert bendir til að slíkur bíll sé í pípunum hjá Land Rover en hollenska sérsmíðafyrirtækið Heritage Customs hefur breytt einum Defender 90 í blæjubíl með svona agalega lekkerum árangri.
Bíllinn gengur undir nafninu Valiance blæjujeppinn, hann lítur nú eiginlega bara út eins og beint úr verksmiðjunni þangað til við komum að þaklínunni. Þar kemur þessa huggulega blæja í staðinn fyrir stálið sem hefur verið fjarlægt.
Toppurinn er handsaumaður og úr mjúku efni sem fæst í nokkrum litum. Þeir sem vilja halda lúkkinnu geta þannig pantað hvítan svona topp en blæjan er rafdrifin að hluta.
Þó svo að aðeins Defender 90 hafi fengið þessa yfirhalningu frá Heritage Customs sýnist okkur ekki vera mikið mál að breyta öðrum gerðum bílsins á þennan máta og hver bíll er búinn veltigrind.
Hertitage Customs býður upp á breytingu á bílnum eftir að þú hefur fengið hann afhentan – þeir ætla semsagt ekki að liggja með neina svona bíla á lager. Að hluta til vegna þess að þeir vilja bjóða kúnnanum að vera með í breytingaferlinu og gefa möguleika á að sérhver geti valið sína kosti.
Það er hægt að eiga við ýmislegt segja þeir hjá breytingafyrirtækinu. Eins og áður sagði hægt að velja mismunandi liti á bílinn, mismunandi felgur og annan aukabúnað sem undirstrikar þínar óskir. Einnig má velja um ýmsar áklæðistegundir á sæti og jafnvel ný framsæti
Tímalínan á svona breytingu er að minnsta kosti þrír mánuðir og verðlagningin er í kringum 83 þúsund pund (14,3 milljónir íslenskra króna) en þá áttu eftir að kaupa sjálfan bílinn en hann er í kringum 60 þúsund pund. Þegar uppi er staðið gæti svona bíll eins og er á myndunum kostað þig um 150 þús. pund eða í kringum 26 milljónir króna.
Umræður um þessa grein