Daihatsu Charade – sagan
Framhjóladrifni smábíllinn Daihatsu Charade var framleiddur frá 1977 til 2000. Fyrsta kynslóð Charade, G10, kom fram árið 1977. Hann var framleiddur bæði sem 3ja eða 5 dyra hlaðbakur.
G10-bíllinn í fyrstu seríunni (1977–80) var með hringlaga aðalljós og seinni útgáfa af G10 seríunni 2 (1980–83) var með ferhyrnd aðalljós. 0,993 lítra þriggja strokka vélin var 50 hestöfl. Framleiðslan hélt áfram til 1983.
Frumsýning á annarri kynslóðinni (G11) árið 1983 kom með uppfærða R3 1 lítra vél, þar á meðal túrbó með 68 hestöflum og dísel.
Bíllinn var búinn 5 gíra beinskiptingu. Yfirbyggingin er ennþá 3ja og 5 dyra hlaðbakur. G11 kom einnig út í tveimur seríum: sú fyrsta með „ferköntuðu“ framljósum, sú seinni – með hringlaga „kattaraugum“. Í Evrópu var Daihatsu Charade grunnurinn, vélar og gírkassar notaður sem grunnur að Innocenti-bílunum.
Þriðja kynslóðin af Daihatsu Charade (G100) kom á markað árið 1987. Hlaðbaksgerð G100 var bæði með 1 og 1,3 lítra bensínvélum og 1 lítra túrbódísilvél. Árið 1988 kom útgáfa með útliti hefðbundinna fólksbíla.
GTti-breytingin á Japansmarkaði var kölluð GT-XX og var með þaklúgu, gluggum, vökvastýri og loftpúða; hún var líka mismunandi hvað varðar innri og ytri yfirbyggingu.
Frá 1988 til 1992 var bíllinn seldur á Norður-Ameríkumarkaðnum en salan gekk ekki vel. Einnig var gerðin seld í Ástralíu, og aðeins með bensínvélum. Árið 1994 hófst framleiðsla fjórðu kynslóðar Daihatsu Charade (G200).
Bíllinn var framleiddur bæði sem hlaðbakur og hefðbundinn fólksbíll með skotti (sedan). Bíllinn, sem var með 1,5 lítra vél, (90 hestöfl) var búinn aldrifi gegn aukagjaldi. Hætt var með dísilgerðir. GTti var með 16 ventla 1,6 lítra SOHC vél. Fyrir Japansmarkað var afl þessarar vélar 124 hestöfl en afl útflutningsútgáfunnar var takmarkað við 105 hestöfl.
Í þróun þessa bíls (G203) tók þátt fyrrum kappaksturshetjan ítalska, Alessandro de Tomaso; bíllinn var búinn Recaro sætum, sportstýri og Pirelli dekkjum.
Alls voru framleidd um 120.000 eintök af Charade Gti. Árið 1996 fékk gerðin andlitslyftingu: grillið og framljósin breyttust og voru nú orðin svipuð ytri hlutum Toyota Starlet.
Árið 2000 lauk framleiðslu á Charade og framleiðsla Sirion / Storia (Toyota Duet) hófst.
Umræður um þessa grein