- Þriðja kynslóð Duster mun koma í sölu næsta vor, byggð á CMF grunni Renault Group.
Dacia mun frumsýna þriðju kynslóð Duster á bílasýningunni í Genf í febrúar næstkomandi.
Litli jeppinn er númer 2 í sölu hjá lággjaldamerki Renault Group í Evrópu á eftir Dacia Sandero litla hlaðbaknum.
Nýi Dacia Duster (núverandi gerð sýnd) verður byggður á CMF-B hönnunargrunninum sem er einnig notaður á Sandero og Jogger.
Renault vörumerkið ætlar einnig að vera með alvöru frumsýningu í Genf, þar sem fyrirtækið mun afhjúpa R5 fullrafmagnaða smábílinn.
Áætlað er að sýningin í Genf í febrúar á næsta ári fari fram í fyrsta skipti síðan 2019.
Fyrstu níu mánuðina jók Dacia sölu í Evrópu á Sandero um 18 prósent í 175.012 eintök, en Duster jókst um 7,5 prósent í 122.203 eintök þrátt fyrir að vera undir lok lífsferils hans, sýna tölur frá markaðsrannsóknum Dataforce.
Nýr Duster kemur í sölu næsta vor. Hann verður byggður á CMF-B hönnun sem Renault deilir með Nissan. Grunnurinn er nú þegar notaður af Dacia á Sandero- og Jogger-jeppanum.
Dacia hefur smíðað meira en 2,2 milljónir eintaka af Duster á síðustu 13 árum. Fyrsta kynslóðin var kom fram árið 2010 og síðan 2017 kom önnur kynslóðin.
Renault Group ætlar að gegna lykilhlutverki í endurkomu sýningarinnar í Genf, sem lenti í kreppu í mars 2020 þegar síðbúin ákvörðun svissneskra yfirvalda neyddi sýningaraðila til að aflýsa 90. útgáfu viðburðarins vegna faraldurs kórónuveirunnar.
Búist er við að á bilinu 30 til 40 bílamerki muni mæta á sýninguna á næsta ári, sögðu skipuleggjendur, og bættu við að heildarlisti yfir sýnendur verði gefinn út um mánuði á undan sýningunni, sem á að fara fram 26. febrúar – 3. mars.
Þýskir bílaframleiðendur eins og BMW og Audi hafa þegar sagt að þeir muni sleppa sýningunni.
(Luca Ciferri – Automotive News Europe)
Umræður um þessa grein