Dacia bætir útilegupakka við Jogger
Dacia Jogger stefnir að því að vera klár í allt sem þú getur gert í útilegu
Við þekkjum öll litlu sendibílana sem þeysast um vegi landsins sem „ferðabíla” með svefnplássi, en núna mun Dacia kynna sína lausn á svona bíl, ferðabíl + tjald!
Framboðið á Dacia Jogger verður brátt stækkað til að fela í sér ferðabíl tengdur einhversskonar gistiaðstöðu, hefur vörustjóri fyrirtækisins staðfest – en það er enn óljóst hvort það verður sérstök útgáfa eða bara fylgihlutir.
Sjö sæta bíllinn, sem deilir grunni með núverandi Renault Clio, býður upp á getu til að fjarlægja þriðju sætaröðina og fá innbyggðar þakfestingar.
Á sínum tíma í febrúar sagði Lionel Jaillet, varaforseti Dacia fyrir vöruframboð, við Auto Express að fyrirtækið væri að „skoða alls kyns möguleika“, líklega til að innifela bæði húsbíl og atvinnubíl.
Nú hefur Jaillet viðurkennt að sendibílaútgáfa af Jogger sé ólíkleg, þökk sé síhertari reglum um atvinnubíla. En hann hefur staðfest að Jogger Camper sé á leiðinni.
„N1 reglurnar fyrir atvinnubíla verða sífellt flóknari,“ sagði hann, „og við erum ekki í samræmi við þær á Jogger. Þannig að við ætlum ekki að bjóða bílinn sem vinnubíl.
„Hvað varðar ferðabíl, þá erum við að vinna í því, já. Þetta ætti að koma frekar fljótt. Það er í anda hugmyndafræði okkar – að auka útivistarmöguleikana sem viðskiptavinir okkar geta stundað með bílana okkar. Og Jogger hefur réttan anda til þess“.
Þegar Jaillet var beint spurður hvort ferðabíllinn væri hugsaður sem sjálfstætt farartæki, eða hvort verkfræðingar Dacia séu að vinna að því að útfæra hann sem aukabúnaðarpakka eða jafnvel umbreytingarsett, svaraði Jaillet:
„Við höfum ekki ákveðið hvort það verður í gegnum aukabúnað eða sjálfstæða gerð. Við erum að vinna í því eins og er.”
Það er líka óljóst hvort bíllinn sem um ræðir muni bjóða upp á svefnaðstöðu eða vera meira „dagsferðabíll” með svefnrými og eldunaraðstöðu.
(frétt á Auto Express)
Umræður um þessa grein