Auðvitað var maður farinn að sakna hans! Crazy Rocketman er eðli máls samkvæmt alltaf að gera eitthvað klikkað og það er svo gaman að fylgjast með honum. Úr fjarlægð. Hann er oftar en ekki á ferðinni, fleygiferð, að prófa uppfinningar sínar og nú er það „Steampunk“ þotuhjólið.
Steampunk eða gufupönkið tengist m.a. þeirri hugsun manna á 19. öld að vélin mynd leysa manninn undan öllu erfiði og sáu þeir fyrir sér að þeir myndu í framtíðinni ferðast um í loftskipum, uppáklæddir með pípuhatta og stór gleraugu. Vélin var upphafin og Rocketman er sannarlega á þeirri skoðun að hana skuli upphefja.
Hann lætur skeggið duga enn sem komið er enda ómögulegt að að vera með stór gleraugu og pípuhatt þegar þotið er áfram á 100 kílómetra hraða. Svo ekki sé minnst á að hann getur ekki einu sinni verið með báðar hendur á stýrinu því hann þarf auðvitað að halda á stönginni sem ber myndavélina.
Magnaður náungi með allt rauðglóandi fyrir aftan sig!
Fleira klikkað:
Allt rauðglóandi í kringum „The Rocketman“
Hvað gerir hann nú?
Hvað næst? Jú, Tesla með þotumótorum
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein