Corolla línan vex og dafnar
Nú er alveg að koma að því að nýjasta útgáfan af Corolla verði fáanleg en það er Corolla Cross Hybrid. Bíllinn verður frumsýndur í næsta mánuði og eru eflaust margir áhugasamir um stærð og verð á þessu nýjasta trompi.
Nú er þegar á markaði Yaris Cross en Corolla Cross mun vera mitt á milli þess bíls og RAV4 í stærð.
Segir í tilkynningu frá Toyota að þetta sé bíll sem ætti að vera tilvalinn fyrir íslenskar aðstæður.
Þar sem við höfum ekki prófað Corolla Cross er best að vísa beint í texta frá Toyota en þar segir: „Corolla Cross sameinar kosti rúmgóðs fjölskyldubíls og sportjeppa. Farangursrýmið er 433 lítrar og stækkar í 1337 lítra þegar aftursætin eru felld niður. Hann er ríkulega búinn með 2.0 lítra vél, 197 hestöfl og aðeins 7,5 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða.
Corolla Cross verður fáanlegur í þremur útfærslum, Active, Active + og Luxury og kostar framhjóladrifinn frá 6.590.000 kr. Fjórhjóladrifinn kostar frá 6.990.000 kr.“
Hér eru myndir frá Toyota og fyrir neðan þær er myndband sem gefur nokkra tilfinningu fyrir stærð Toyota Corolla Cross.
Umræður um þessa grein