Citroën sýnir nýtt lógó fyrir framtíðargerðir
Til að hefja nýtt tímabil rafknúinna ökutækja hefur Citroën endurhannað merki sitt. Merkið mun prýða bíla framleiðandans frá miðju ári 2023.
Citroën mun kynna „mikilvægan hugmyndabíl fyrir fjölskyldur“ fyrir lok þessa mánaðar. Hann verður fyrsti bíllinn til að bera nýtt merki franska framleiðandans; merkið sem á að vera á öllum gerðum Citroën frá miðju ári 2023. Nýja hönnunin er tíunda endurgerðin á „strípumerki“ fyrirtækisins og kemur þegar vörumerkið byrjar göngu sína inn í alrafmagnaða bílaöld.
Nýja merkið er með stærri v-laga rendur sem eru felldar inn í lóðréttan sporöskjulaga ramma, með flatara yfirbragði en núverandi krómmerki.
Endurskoðað vörumerki Citroën mun einnig ná til netþjónustu fyrirtækisins, svo og upplýsinga- og afþreyingarhugbúnaðar í bílnum og „My Citroën“ snjallsímaforritið, sem öll munu innihalda nýja leturgerð og litaþemu.
Hvítt og grátt mun mynda grunninn að litatöflunni, með tveimur „auðkennislitum“ – Monte Carlo blár og innrauður – sem munu leggja áherslu á ákveðin smáatriði.
Nýju litirnir gætu náð til ytri og innri atriða á bílunum í framtíðinni, þar sem Citroën sýnir að klassískur Monte Carlo blár litur fyrirtækisins „verður velkominn aftur í bílasafnið í náinni framtíð“. Merkið hefur einnig kynnt nýtt slagorð sem hluta af endurmerkingu: „Nothing Moves Us Like Citroen“ eða „Ekkert hreyfir við okkur eins og Citroën“.
Vincent Cobee, forstjóri Citroën, talaði um nýja vörumerkið: „Þegar við byrjum á líklega mest spennandi kafla í 103 ára sögu okkar, er rétti tíminn fyrir Citroën að taka upp nútímalegt og nýtt útlit. Nýja sjálfsmyndin er glæsilegt tákn um framfarir þar sem við hreyfum viðskiptavini okkar raunverulega í áræðnum og framsýnum farartækjum sem ögra hefðbundnum iðnaðarreglum og tilfinningalega með því að tryggja að öll upplifun þeirra – sérstaklega rafknúin – sé hagkvæmari, þægilegri og ánægjulegri hvað sem þeir vilja og þurfa.“
„Arfleifð okkar, að hvetja neytendur með áræðni og byltingarkenndum farartækjum, hvetur okkur til að tileinka okkur aðra nálgun á hreyfanleika fjölskyldunnar í framtíðinni og við trúum því staðfastlega að viðskiptavinir fortíðar, nútíðar og framtíðar séu sammála um að ekkert hreyfir við okkur eins og Citroën,“ eða svo segir á vef franska fyrirtækisins.
Umræður um þessa grein