- Restomod endurgerð á Chevrolet Malibu árgerð 1969
- 396 cubic inch Chevrolet V8
- Edelbrock blöndungur og Performer 2-0 innspýting með MSD Pro-Billet spíssum
- Muncie 4 gíra beinskipting með Hurst 12-bolta afturöxul
- Aflstýri
- Aflbremsur framan og trommubremsur að aftan
- F41 Sport fjöðrun
- Factory Super Sport innrétting
- Tuxedo Svört málning og Chevrolet Carbon Flash rönd
- 17 tommu American Racing Torq Thrust felgur
- Tvöfalt pústkerfi með Sanderson hausum og MagnaFlow hljóðkútum
Nú er tækifærið að ná sér í flott eintak af amerískum sportara segir í sölulýsingu. Þessi snýr hausum hvar sem hann sést. Öflugur, stílhreinn og á sér mikla sögu.
Risastór mótor með fjögurra gíra beinskiptingu gefur öskrandi afl til afturhjóla þessa villidýrs. Þessi skrattakollur staldrar ekki lengi við.
Vinsæll og veit af því
Þeir kunna að skrifa sölulýsingar vestur í henni Ameríku – því þessi bíll fór í söluferli á meðan ég var að skrifa um hann þennan pistil og hlaða niður myndum af honum.
Og ekki er verðið neitt sérlega lágt – eða um 90 þús. dollarar. Það eru um 12.,7 milljónir íslenskra króna.
1969 Chevelle Malibu SS með 396 vél þykir einn af flottari sportbílum þess tíma. Chevelle var, framleiddur af GM og var þekktur fyrir kraft, snerpu, stíl og var vinsæll bíll.
Super Sport (SS) pakkinn var vinsæll valkostur sem gerði Malibuinn enn sportlegri.
Kraftmiklar vélar
396 vélin, einnig þekkt sem „Big Block“, var einn af mögulegum vélakostum fyrir Chevelle Malibu SS 1969. Þetta var öflug V8 vél sem kom í nokkrum afbrigðum.
Algengasta útgáfan var 396 cubic inch (6.5 lítra) V8 vélin, sem skilaði um 325 hestöfuml og 410 lb-ft tog.
Hins vegar voru afkastameiri útgáfur fáanlegar sem gáfu allt að 375 hestöfl.
1969 Chevelle Malibu SS var sérstaklega fallegur bíll. Langt boddíið, kraftalegar línur og geggjað flott grill setti svip sinn á þennan fallega Malibu.
SS pakkinn gerði bílinn einnig enn sportlegri, þar á meðal með tónuðu grilli, SS merkjum, endurbættri fjöðrun og hægt var að velja um sportleg loftinntök.
Innréttingin í Malibu SS var svört og með svörtu vínyl á sætum, sportstýri og gírstöng í miðjustokk.
Vinsæll meðal fjöldans
Malibu SS var vinsæll á Bandarískum bílamarkaði þegar hann var og hét. Samsetning hinnar öflugu 396 vélar og SS pakkans gerði hann að hrikalega kraftmiklum kagga.
Hann fór úr 0 í 60 mph (0 til 97 km / klst) á um það bil 6.5 sekúndum og náði kvartmílunni á um það bil 14 sekúndum en það fór reyndar eftir því hvaða vél var í bílnum.
Chevelle Malibu er eftirsóttur sportari hjá bílaáhugamönnum um víða veröld. Eftir því sem maður les um á vefnum eru þó nokkuð margir Malibuar á Íslandi en spurningin er hvort það er til SS bíll með 396 vél.
Sambandið flutti Chevrolet bíla inn í fyrri tíð en bíladeildin var til húsa að Ármúla 3 í Reykjavík.
Unnið upp úr sölulýsingu á RK Motors og Wikipedia.
Umræður um þessa grein