Cadillac Escalade jeppinn ameríski er ekki algengur hér á landi enda nokkuð stór og kostar líka sitt, en samt hafa nokkrir ratað í umferðina hér,
Bensínknúni Cadillac Escalade er boðinn með lengra hjólhaf og nú hefur Cadillac staðfest það sama fyrir fullrafmagnaðan Escalade iQL, þannig að ef einhver hefur áhuga á svona stórum lúxuxjeppa þá verður það hægt seinna á árinu.
2025 Cadillac Escalade IQ.
Fréttin var staðfest af Car and Driver, en talsmaður Cadillac sagði aðeins að þessi gerð bílsins væri að koma, en gaf ekki upp dagsetningu. Staðalgerð Escalade iQ er áætluð að koma í sumar, svo það er búist við að iQL með lengra hjólhaf komi einhvern tíma eftir það.
Escalade IQ er þegar 565 cm á lengd, 198 cm á hæð og 239 cm á breidd, með 346 cm hjólhaf. Hjólhafið er nú þegar meira en 30 cm lengra en Escalade og aðeins þremur tommum minna en Escalade ESV. Escalade iQ er knúinn af tvímótor aflrás sem framleiðir 750 hestöflm 785 sem mun líklega vera sama aflrás fyrir iQL. Gert er ráð fyrir að 2025 Escalade iQ verði með allt að 725 km drægni.
(frétt á vef Torque Report)
Umræður um þessa grein