Cadillac Celestiq er þegar uppseldur í allt að 18 mánuði
Tími stóru og flottu bílanna í henni Ameríku er langt frá því liðinn!
Vefurinn TorqueReport fræðir okkur á því að eftirspurnin á nýja Cadillac Selestiq er mun meiri en framboðið!
Cadillac dró duluna af nýja flaggskipinu EV, 2024 Celestiq í október og núna tveimur mánuðum síðar hefur Cadillac staðfest að Celestiq sé uppseldur í allt að 18 mánuði.
Meiri eftirspurn en við ráðum við!
Tony Roma, yfirverkfræðingur Cadillac, sagði nýlega við Autoline Network, „við erum nú þegar með töluvert af eftirspurn.
Miklu, miklu meira en við ætlum að geta smíðað á fyrsta ári eða 18 mánuðum.
„Það er stórkostlegt vandamál að við höfum vakið svona mikinn áhuga,“ hélt hann áfram.
Allir handsmíðaðir
Stóra ástæðan fyrir því að 300.000 dollara (42,5 milljónir ISK) Celestiq er þegar uppseldur er sú að rafbíllinn verður handsmíðaður í Global Technical Center GM í Michigan.
Aðeins sex bílar verða smíðair á sama tíma.
Áætlað er að framleiðsla hefjist í desember 2023.
(frétt á vef TorqueReport)
Umræður um þessa grein