Merkri fjölskyldusögu lýkur þegar Honda færist til Öskju:
Byrjaði á innflutningi á mótorhjólum og fyrsti Civic-bíllinn kom 1974
Fréttin um flutning á Honda-umboðinu frá Bernhard yfir til Öskju er jafnframt endir á merkri fjölskyldusögu í bílainnflutningi á Íslandi, en það var árið 1963 sem Gunnar Bernhard tók við umboðinu fyrir Honda á Íslandi. Á þessum árum var að færast gróska í bílainnflutninginn hér á landi og bifreiðategundum var að fjölga.
En grípum hér niður í blaðaviðtal frá árinu 1979:
„Eins og stendur er ég bara með tvær tegundir af bílum frá Honda- verksmiðjunum, Accord og Civic”, segir Gunnar Bernhard, hjá íslenska Honda-umboðinu, „En þeir hafa gengið miklu betur en ég þorði að vona”
Byrjuðu í bilskúr
„Ég bjóst ekki við að verða bílainnflytjandi þegar ég tók við Honda umboðinu. Það var árið 1963 og þá voru bara mótorhjólin á boðstólnum.
Ég hefði nú kannski getað sagt mér það sjálfur að þróunin yrði á þessa leið. Honda byrjaði í bílskúr árið 1948 og þá með því að búa til hjálparmótora á reiðhjól. Það voru gamlir hermótorar sem voru dubbaðir upp. Svo var farið að framleiða mótorhjól og þar náðist forysta á skömmum tíma.
Fyrsti billinn kom á götuna 1968 og siðan hafa verið bilar I þróun hjá þeim. Það var Civic sem sló i gegn og gerði verksmiðjurnar að nafntoguðum bilaframleiðanda.
Fyrstu Honda bilarnir komu hingað til lands árið 1974 og hafa líkað mjög vel. Þeir eiga sér orðið tryggan hóp aðdáenda og ég er sannfæröur um að þeim fjölgar til muna þegar nýi billinn, Prelude, kemur til landsins i sumar“, sagði Gunnar Bernhard árið 1979.
Vinsælir bílar
Eins og fram kom í þessu viðtalsbroti hér að ofan þá byrjaði umboðið smátt, fyrst með Civic 1200, en smám saman bættust við Accord og Prelude, en segja má að Honda hafi slegið í gegn þegar Honda CR-V kom á markaðinn árið 1995, fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll sem uppfyllti þarfir margra sem annars hefðu fengið sér jeppa, en án þess að tapa eiginleikum fólksbílsins. CR-V kom síðan í nýrri útgáfu árið 2001, sem jók enn á vinsældirnar.
Fimmta kynslóð CR-V var frumsýnd á liðnum vetri og var fjallað um hann í reynsluakstri hér á vefnum í janúar.
Önnur minni útgáfa, Honda HR-V kom fram í dagsljósið 1999 og hefur staðið sig mjög vel við íslenskar aðstæður.
Frá Suðurlandsbraut í Vatnagarða
Hondaumboðið var alllengi til húsa að Suðurlandsbraut 20, en flutti síðan þann 13. September 1982 í glæsilegar aðalstöðvar í Vatnagörðum 24, en húsið vekti þá strax athygli fyrir sérstætt útlit, enda sérteiknað fyrir bílaumboð.
Peugeot bætist við
En þar var ekki látið við sitja, því 12. febrúar árið 2000 bættust bílar frá franska bílaframleiðandanum Peugeot í hópinn, en þeir höfðu áður verið til húsa hjá Jöfur í Kópavogi. Með þessari viðbót jukust umsvif fyrirtækisins allnokkuð með stærri kaupendahóp.
Sú breyting varð síðan á að Peugeot-umboðið fluttist til Brimborgar í júlí 2016, samkvæmt ákvörðunar PSA-samsteypunnar frönsku, en Brimborg var fyrir með aðra bíla samsteypunnar í sölu.
Ávallt sama fjölskyldan
Sá sem þetta skrifar bar að byrja að skrifa um bíla á svipuðum tíma og fyrsti Civic-bíllinn kom til landsins, og fylgdist því mjög vel með þróun og vexti umboðsins. Synir stofnanadans, Gunnars Bernhard, komu fljótlega inn í reksturinn og síðan næsti ættliður.
Bílarnir frá Honda áttu sinn trygga hóp viðskiptavina og mörg dæmi þess að þeir sem byrjuðu að kaupa Honda á árunum 1974-5 hafi haldið tryggð við sitt merki allt fram til dagsins í dag, og munu eflaust halda áfram þegar Hondan þeirra er komin með nýtt heimili hjá Öskju.
?
Umræður um þessa grein