- BYD kynnir lúxus jeppann U8 og alrafmagnaða ofursportbílinn U9 undir merkjum lúxusbílaarmsins Yangwang
Við hér hjá Bílabloggi sögðum á dögunum frá nýju „lúxusbílamerki“ frá BYD og núna hefur fyrirtækið sent frá sér eftirfarandi fréttatilkyningu:
BYD, stærsti framleiðandi nýorkubíla í heimi, kynnti nýlega til sögunnar lúxusbílamerki sitt Yangway og um leið kjarnatækni merksins sem er e4 Platform undirvagninn. Kynntir voru hreinræktaður fjórhjóladrifinn nýorkubíll, fjórhjóladrifinn jeppi sem kallast Yangwang U8 og 100% rafknúinn ofurbíll, Yangwang U9. Allar væntanlegar gerðir Yangwang merkisins verða smíðaðar á e4 Platform undirvagninn.
e4 Platform er fyrsti fjöldaframleiddi undirvagninn í Kína með fjögurra mótora sjálfstæðri driftækni. Hönnun hans miðar að því að tryggja kaupendum öryggi eins og það gerist mest í þessari gerð ökutækja. Í samanburði við aflrás hefðbundinna eldsneytisbíla getur e4 Platform á grunni fjögurra mótora sjálfstæðu driftækninnar aðlagað afldreifingu með nákvæmum hætti til allra fjögurra hjóla bílsins.
Wang Chuanfu, stjórnarformaður og forseti BYD.
„Yangwang verður fyrst til að nýta sér nýjustu tækni BYD samstæðunnar og bjóða viðskiptavinum framúrskarandi öryggi, frammistöðu og upplifun, jafnvel við erfiðustu akstursaðstæður,” sagði Wang Chuanfu, stjórnarformaður og forseti BYD, þegar bílarnir voru kynntir.
e4 Platform: Endurskilgreining aflrásarinnar með auknu öryggi að leiðarljósi
Þróun nútíma hátækni reynist oft vera grunnurinn að fæðingu hágæða vörumerkis. Nákvæmlega þetta á við um e4 Platform undirvagninn sem upphafspunkt Yangwang vörumerkisins.
Það sem málið snýst um í e4 Platform undirvagninum er aflrás með fjórum sjálfstæðum mótorum sem gerbreytir eiginleikum nýorkubíla hvað varðar akstursupplifun, viðbragð og meðhöndlun og endurskilgreinir í grunninn eiginleika aflrásarinnar.
Grunnþætti þessarar tækni mátti strax kynnast í ET hugmyndabílnum sem BYD kynnti fyrir tuttugu árum.
ET var hugmyndabíl sem hvað hönnun varðar var innblásinn af fullkominni líkamsstöðu hlaupandi blettatígurs. Rafmótorarnir fjórir knýja hver um sig hvert af fjórum hjólum bílsins, sem virka eins og fjórir aflmiklir fætur blettatígurs.
Þessi tækni stuðlar að meira öryggi í akstri og afköstum. ET markaði einnig upphaf nýstárlegrar driftækni á þremur kjarnasviðum sem nú er loks komin í fjöldaframleiðslu eftir tuttugu ára þróun. Driftækni sem lýtur að framþróun á rafmóturum, rafhlöðum og rafeindastýringu.
e4 Platform undirvagninn fellur undir það sem kallast brautryðjendatækni að því leyti að hann skilur sig frá hefðbundinni tækniuppbyggingu og leiðarljósið allan tímann er að stuðla að auknu öryggi í akstri með nýrri tækninálgun.
Sögulegar og tæknilegar takmarkanir skýra það að hefðbundir eldsneytisbílar búa ekki yfir sama stöðugleika og nákvæmni á miklum hraða og nýorkubílar. Hæg svörun, lítil skilvirkni, lítið afl og lítil aðgreining á aflúttaki til hjólanna fjögurra eru dæmigerð aðfinnsluefni í akstri. Ólíkt aflrás eldsneytisbifreiða er e4 Platform undirvagninn fær um að stjórna sjálfstætt virkni hliðarkrafta í gegnum hjólin á millisekúndna hraða með skynrænu rafdrifskerfi sínu og þar með stýra betur hreyfingum bílsins.
e4 Platform undirvagninn getur stuðlað að meira öryggi notanda ökutækisins. Hann getur stórnað hreyfingu bílsins með rauntíma stýringu á hjólunum. Eitt dæmi um þetta er að tæknin getur með nákvæmum hætti stýrt afldreifingu til þriggja hjóla eftir að sprungið hefur á einu hjóli og það með millisekúndna nákvæmni. Það auðveldar ökumanni að stöðva bílinn með stöðugri hætti. Aðgerðin á að lágmarka hættu á óhöppum þegar springur á einum hjólbarða.
Bílar á e4 Platform undirvagninum eru einnig með IP68 vottaða vatnsheldni og þéttitækni á yfirbyggingu sem gerir ökutækjunum kleift að aka í djúpu vatni með fjögurra hjóla stýringu og mun meiri möguleikum á hreyfitækni í samanburði við hefðbundna eldsneytisbíla.
Fyrir utan aukið öryggi býður e4 Platform undirvagninn einnig upp á hámarks afkastagetu og akstursupplifun. Aflrásin hefur við prófanir skilað hámarks snúningshraða upp á 20.500 snúninga á mínútu og afkastagetu sem nær upp fyrir 1.100 hestöfl, sem gerir ökutækið hæft til notkunar á breiðu sviði, þar á meðal í hefðbundinni borgarumferð, í torfæruakstri og á keppnisbrautum. Ekki alls fyrir löngu stóðst Yangwang prófunarbíl á e4 Platform undirvagninum þá áskorun að klífa brekkur í Alashan eyðimörkinni og sýndi þá með óyggjandi hætti þá gríðarlegu möguleika sem felast í fjórhjólagripi undirvagnsins.
Með aðstoð samþætts rafmótors sem þróaður er af BYD gerir e4 Platform undirvagninn ökutækinu kleift að framkvæma 360 gráða „skriðdrekabeygju“ á stömu undirlagi, eins og malbiki.
Með óháðu jákvæðu og neikvæðu snúningsvægi gerir e4 Platform undirvagninn ökutækinu kleift að stöðva á undir 40 metrum af 100 km hraða á klst og stýra því rétt undir 12 metra, jafnvel þótt hemlar og stýrisbúnaður ökutækisins séu óvirkir. Þetta gerir þennan fullvaxna jeppa jafn meðfærilegan og minnstu gerð fólksbíla.
Það er forgangsatriði hjá BD og Yangwang að bjóða viðskiptavinum upp á ökutæki með öflugum öryggisbúnaði. e4 Platform undirvagninn hefur enn frekar bætt „fjórir-í-einum“ öryggiskerfi BYD – kerfi sem tryggir öryggi efnisíhluta rafhlaðanna, rafhlöðusella, rafhlöðusamstæða og ökutækjanna sjálfra. Tæknilegir styrkleikar Yangwang á þessu sviði hafa staðsett merkið sem hágæðamerki á bílamarkaði.
Hágæða nýorkubílar á eina milljón yuan: Yangwang mættur til leiks með hreinræktaðan jeppa og rafknúinn ofurbíl
Yangwang hefur kynnt til sögunnar tvær nýjar gerðir, U8 og U9, sem báðar eru með e4 Platform undirvagninum með afkastagetu eins og hún gerist mest og við öfgafyllstu aðstæður.
Nýorkubíllinn Yangwang U8, hreinræktaður torfærujeppi.
U8 er fyrsti framleiðslubíll Yangwang merkisins. Honum er hreintæktaður torfærujeppi með nýorkutækni og verðmiða nálægt einni milljón yuan. Hann er hannaður til að takast á við öfgafyllstu torfæruævintýri.
Hann er yfir fimm metrar á lengd og tveir metrar á breidd og hannaður samkvæmt „Time Gate“ hönnunarforskriftinni sem er einkennismerki Yangwang merkisins. Í hönnuninni fara saman framúrstefnulegir þættir og kraftaleg útlitsatriði.
Yangwang U8 nýtur góðs af e4 Platform undirvagninum. Í bílnum fer saman yfirburða afkastageta, öryggi og áreiðanleiki sterkbyggðs torfærujeppa með skynrænum tækniútfærslum sem meðal annars lúta að því að losa bílinn úr festum og að neyðarviðbragðsgetu í flóknum akstursaðstæðum.
Yangwang U9, 100% rafknúinn ofurbíll.
Yangwang U9 er markaðssettur sem 100% rafknúinn, afkastamikill ofursportbíll. Hann hvílir einnig á e4 Platform undirvagninum. Ofursportbíllinn státar af hröðun úr kyrrstöðu í 100 km hraða á klst á 2 sekúndum.
Útlitseinkennin draga einnig dám af „Time Gate“ hönnunarforskriftinni og framtíðarlegar hönnunarlausnir eru samþættar dæmigerðu ofursportbíla útliti.
Rannsókna- og þróunarteymi Yangwang lagði sig fram um að uppfylla óskir bílkaupenda hvað varðar öryggi og þægindi með nýsköpun sem skilaði sér í framúrskarandi öruggri yfirbyggingu sem fer jafnvel fram úr ströngustu gildandi öryggisstöðlum og skapar þægilega akstursupplifun, jafnt í borgarumferðinni og á keppnisbrautum.
Úrvalsflokkur endurskilgreindur með tækninýsköpun í nýrri veröld nýorkubifreiða
Merki Yangwang er innblásið af kínverska tákninu „电” sem má finna á kínverskum spádómsbeinum (og merkir rafmagn). Sem eitt af elstu og um leið auðþekkjanlegustu myndtáknum heims hefur „电” lifað af þróun sem orðið hefur í notkun rafmagns, þróun sem endurómar viðvarandi framfarir í mannlegri tilvist. Yangwang, sem sækir innblástur sinn í myndtáknið á spádómsbeininu, vonast til þess að halda áfram að kanna hið óþekkta af forvitni og hugrekki og stefna þannig jafnt og þétt í átt að bíltækni framtíðarinnar.
Yangwang ætlar að skapa hágæða vörumerki með eigin sölukerfi sem býður upp á opna, sanngjarna, samræmda og sjálfbæra þjónustu sem er aðgengileg neytendum. Um leið verður tekið tillit til athugasemda neytenda þannig að rödd þeirra verði hluti af vörumerkjavirði Yangwang.
Hágæða vörumerki þarf að hvíla á grunni hágæða tækni. Yangwang stefnir að því að endurskilgreina afkastastaðla hágæða nýorkubíla í gegnum alhliða tækni- og iðnþekkingu BYD og undirbúningsfasa sem staðið hefur í 20 ár.
Yangwang verður áfram leiðandi í tækninýjungum hjá BYD til framtíðar, ganga óhikað fram í framþróun á háþróaðri tækni og færa út mörk tækninnar að baki nýorkubílum markaðssetja afrakstur rannsókna- og þróunarstarfsins í formi stefnumótandi vara fyrir almenning. Yangwang ætlar sér að verða leikjabreytir í veröld lúxusbílanna og hefur allan metnað til að bjóða neytendum öryggi eins og það gerist mest, tilkomumikla afkastagetu og ríkulega akstursupplifun.
Vatt ehf, Skeifunni 17 er söluaðili BYD á Íslandi.
(fréttatilkynning frá BYD)
Umræður um þessa grein