Bollinger sýnir hugmyndir að fyrsta rafmagnspallbílnum til almennra nota
-Amerískur rafmagnspallbíll mun bjóða upp á útgáfu af pallbílsgrind af B2-pallbíl Bollinger fyrir margvísleg not
Bandaríski rafbílaframleiðandinn Bollinger hefur sýnt aðlögunarhæfa útgáfu af grind með stýrishúsi af B2 pallbíl sínum.
Nýja afbrigðið, sem kallað er B2CC, er „fyrsti og eini í heiminum í flokki 3 rafdrifinna pallbíla með grind til flutninga“ og hægt er að aðlaga hann þannig að hann henti fjölmörgum notendum.
Hann verður smíðaður í Bandaríkjunum og notar sama fjórhjóladrifna grunninn og B1 og B1 jepparnir frá Bollinger sem komu í ljós á bílasýningu í Los Angeles í fyrra. Framendinn bílsins sem er ansi ferkantaður, er eins og í þeim tveimur gerðum sem fyrir eru.
B2CC verður boði sem tveggja dyra og fjögurra dyra farartæki og með ýmsum lengdum á hjólhafi sem henta mismunandi viðskiptalegum tilgangi.
Eins og gerðir Bollinger, sem fyrir eru, eru með nýstárleg „gegnumgangsgöng“ í yfirbyggingunni til að hlaða mjög löngum hlutum.
Stór 120 kWh rafgeymispakki knýr par af rafmótorum – einn á framás, annar að aftan – til að veita fjórhjóladrif og auka torfæruvirkni. Drifrás Bollinger framleiðir saman 614 hö og 906 NM af togi – nóg til að knýja B1 og B2 frá 0-100 km/klst á aðeins 4,5 sekúndum.
Að auki eru 10kW hleðslutæki um borð, samþætt hitastjórnunarkerfi, ABS og vökvastýrt sjálfstætt stillanlegt fjöðrunarkerfi.
Enn hefur ekkert komið fram um það hvort B2CC verði boðið í Evrópu, eins og B1 og B2, en Bollinger segir að bíllinn muni koma á markað seint á árinu 2021.
Umræður um þessa grein