Í gær kynnti BMW iX Flow E Ink: Bílinn sem skipt getur um lit á yfirbyggingunni. Hann er hjúpaður, eða klæddur efni sem með rafboðum láta hann skipta litum. Já, þetta er sannarlega spes og „speisað“ en vonandi útskýrir meðfylgjandi myndband þetta eitthvað betur.
Í myndbandinu segir Stella Clarke, sem fór fyrir verkefninu E Ink, hvernig þetta virkar og hvaða hugsun býr að baki.
Meðfylgjandi myndir eru frá BMWgroup.com
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein