Þetta verður bíll í núverandi línu BMW en með vetnisefnarafals valkosti, þróuðum í samstarfi við Toyota
BERLÍN – BMW stefnir að því að koma sínu fyrsta vetnisknúna farartæki á markað árið 2028, með efnarafalstækni sem þróuð var með Toyota Motor Corp, sagði þýski bílaframleiðandinn á fimmtudag.
Fyrirtækið sagði að ökutækið yrði núverandi gerð með vetnis efnarafalsdrifi, án þess að gefa frekari upplýsingar. Það gaf heldur ekki upplýsingar um verð eða framleiðslumagn.
Forstjóri BMW, Oliver Zipse, sagði í yfirlýsingu að ökutækið myndi „varpa ljósi á hvernig tækniframfarir móta bíla framtíðarinnar”.
Samstarf fyrirtækins við Toyota mun gera kleift að draga úr kostnaði og þróa drifbúnað fyrir fólksbíla en tæknin mun einnig vera í boði fyrir atvinnubíla, sögðu þeir.
BMW er langsterkasti talsmaður vetnistækni meðal þýskra bílaframleiðenda og hefur verið að prófa vetnisfólksbíl, iX5 Hydrogen, með 500 km drægni og getu til að taka eldsneyti á þremur til fjórum mínútum.
Samstarfshópur innan fyrirtækjanna er að þróa frumgerðir efnarafalsbíla samhliða, en það mun að þeirra mati leiða í ljós hvaða „græna” tækni verður verður ofan á.
Efnarafalsbíll notar rafmótor eins og rafbíll, en fær afl úr „orkugeymslu” þar sem vetni er aðskilið og til verður rafmagn.
Vetnisknúin farartæki geta tekið eldsneyti hratt og hafa langa drægni, en fáir bílaframleiðendur hafa fjárfest í tækninni vegna mikils kostnaðar og takmarkaðs nets orkustöðva.
BMW sagði að það gerði ráð fyrir að vetnishleðslu innviðir hefðu þróast verulega árið 2028 til að mæta áætlunum sínum.
Uppruni: Autoblog.com
Umræður um þessa grein