BL frumsýnir tengitvinnútgáfu af BMW X5
Næstkomandi laugardag, þann 23. nóvember, mun bílaumboðið BL, sem er umboðsaðili BMW á Íslandi, frumsýna tengitvinnsútgáfu af nýjum BMW X5 jeppanum. Bíllinn kom nýr á markað algjörlega endurhannaður frá grunni síðasta vetur og er nú loksins fáanlegur í tengitvinnsútgáfu (PHEV).
Drægnin á rafhlöðunni er nú allt að 80 km, eyðslan um 2.1 l/100km og aðeins 49 g/100km í kolefnisútblæstri. Bíllinn er einnig útbúinn xDrive, hinu margverðlaunaða fjórhjólakerfi BMW.
BMW X5 tengitvinnbílinn er 394 hestöfl, sex strokka og aðeins 5,6 sek í hundraðið. Bíllinn verður til sýnis í sýningarsal BMW að Sævarhöfða 2 á milli 12 og 16.
Byggt á fréttatilkynningu frá BL
Umræður um þessa grein