Þessi glæsilegi Oldsmobile hjónanna Bjarna Snorrasonar og K. Lindu Steingrímsdóttur er að öllu leyti upprunalegur.
Það er aðeins búið að mála húdd og hliðar en að öðru leyti er bíllinn eins og þegar hann kom út úr verksmiðjunni segir Bjarni Snorrason um Oldsmobile 88 árgerð 1958.
Bíllinn er með steðjanúmerið R 795.
Nánast eins og nýr
Bíllinn lítur ótrúlega vel út og maður spyr sig hvernig í ósköpunum er hægt að halda bifreið í svona góðu ásigkomulagi í tæp sjö áratugi.
„Hann hefur fengið að standa töluvert inni ábyggilega í gegnum tíðina, segir Bjarni“.
Það er hins vegar ótrúlegt að sjá innréttinguna í bílnum sem lítur út eins og hún sé í eins til tveggja ára bíl.
Í eigu sömu konunnar í rúm fjörtíu ár
Þessi Oldsmobile kom til landsins frá Bandaríkjunum árið 1999, nánar tiltekið Ohio ríki.
Bíllinn var fyrst á Akureyri í stuttan tíma en er síðan kominn með heimilisfesti í Reykjavík.
Bjarni og eiginkona hans eru fjórðu eigendur bílsins á Íslandi en sama konan átti bílinn frá 1958 til ársins 1999.
Ýmsar nýjungar
Bíllinn kom nýr með loftpúðafjöðrun sem var ekki algengt á þessum árum. Hann er ekinn um 55 þúsund mílur frá upphafi þannig að hann hlýtur að hafa verið notaður mikið spari eins og menn segja.
Þessi bíll er með „lausu“ útvarpi sem hægt er að taka úr bílnum til dæmis í „pikknikk“ og hlusta á góða tónlist.
Yfir hólfið þar sem útvarpið fer inn í mælaborðið er svo krómað lok yfir á meðan tækið er ekki í bílnum.
Það vantar ekki aflið í þennan Oldsmobile Super 88, Holiday Coupe en hann er með V8, 371 vél sem gefur um 305 hestöfl.
Sjá má myndbandsviðtal við Bjarna og bílinn í akstri í spilaranum neðst í greininni.
Oldsmobile 88 var dreki
1958 Oldsmobile Super 88 Holiday Coupe er klassískur og stílhreinn bíll frá seinni hluta sjötta áratugarins. Oldsmobile, deild General Motors, framleiddi Super 88 módellínuna frá 1949 til 1964.
Super 88 var þekktur fyrir fyrir nokkra þætti eins og aflmikillar vélar, lúxus og sérstökum stíl.
1958 Oldsmobile bílar voru þekktir fyrir íburð og framúrstefnulegan stíl enda tengdir hinni svokölluðu þotuöld „jet age“ en það tímabil var að hefjast þarna.
Super 88 var með langan, sléttan búk með áberandi halauggum og sveigðum línum.
Holiday Coupe var með harðtopps yfirbyggingu, sem þýðir að ekki voru neinir bitar á milli fram- og afturglugga þegar gluggunum var rúllað niður.
Aflið er nægt
1958 Super 88 Holiday Coupe var búinn öflugri Rocket V8 vél. Þá var staðalvélin 371 cid (6,1 lítra) V8. Hins vegar voru afkastameiri vélarkostir einnig í boði. Sá bíll sem um er rætt hér er um 305 hestöfl.
Með V8 vélinni var Super 88 bíllinn þekktur fyrir afl og frammistöðu fyrir bíla þess tíma. Hann var þekktur fyrir jafna hröðun og hægt var að sigla bílnum á góðum hraða, sem gerði hann hentugan fyrir bæði borgarakstur akstur á þjóðvegum.
Lúxus á lúxus ofan
Super 88 státaði af rúmgóðri lúxus innréttingu. Venjulega samanstóð innréttingin af tveggja tóna litasamsetningu með flottum efnum, taui eða leðuráklæði. Að innan var bíllinn hannaður með þægindi í huga með rafmagn í rúðum og sætum svo eitthvað sé nefnt.
Ný tækni að ryðja sér til rúms
1958 Super 88 kom með slatta af nýjum og flottum fídusum á þessum tíma. Hann var með 12 volta rafkerfi, sem var uppfærsla frá fyrra 6 volta kerfi. Hann var einnig búnað eins og vökvastýri og aflbremsur.
Tímabil drekanna
1958 módelið var mikilvægt fyrir Oldsmobile, þar sem hann markaði upphafið á algjörlega nýrri og endurhannaðri línu. Djarfur stíll, afl og frammistaða Super 88 gerir hann afar vinsælan meðal bílaáhugamanna og safnara.
Sérstakt útlit bílsins, sérstaklega stórt framgrill og dramatískir stéluggar, varð táknrænt fyrir bandaríska bílahönnun seint á sjötta áratugnum. Þarna var tími drekanna/teppanna að hefjast.
Umræður um þessa grein