Myndir með þessari grein eru búnar til með gervigreindarforritinu Midjourney. Það er svona sem gervigreind sér Bjölluna í hinum ýmsu aðstæðum.
Áhugamenn um Volkswagen Bjöllur tóku þátt í „bílaskrúðgöngu” í Mexíkóborg sunnudaginn 23. júní síðastliðinn – degi eftir að alþjóðlegur dagur Bjöllunnar var haldinn hátíðlegur. (Sjá myndband neðst í grein).
Bjallan, eða „Vocho” eins og hún er þekkt í Mexíkó, hætti í framleiðslu fyrir mörgum árum, en uppgerð og endurgerð eintök rúlla áfram í mexíkósku höfuðborginni, þar sem þær eru enn mjög vinsælar.
Í norðurhluta Cuautepec aka klassískar bjöllur enn um götur – svo mikið að svæðið hefur fengið viðurnefnið „Vocholandia” – eða Bjöllubær.
Fyrir íbúa Cuautepec eru þessir klassísku bílar komnir til að vera – eins lengi og þeir tolla sama.
Uppruni bílsins
Volkswagen bjallan var upphaflega hönnuð sem hluti af verkefni sem Adolf Hitler hóf í Þýskalandi nasista á fjórða áratugnum. Hugmyndin var að framleiða „fólksbíl” (á þýsku, „Volkswagen”) sem væri á viðráðanlegu verði fyrir venjulega þýskar fjölskyldur. Hitler sá fyrir sér bíl sem gæti flutt fimm manna fjölskyldu á allt að 100 km. hraða og yrði verðlagður þannig að fólk sem hefði millistéttar tekjur hefði efni á bílnum með því að spara.
Verkefnið við að hanna bílinn var falið Ferdinand Porsche, þekktum bílaverkfræðingi. Porsche þróaði einfaldan, öflugan og áreiðanlegan bíl sem varð frumgerð þess sem síðar varð þekkt sem Volkswagen Bjalla.
Allir áttu að geta átt bíl
Bjöllunni var ætlað að virkja þýsku þjóðina, leyfa fleirum að eiga bíla og ferðast frjálst, sem var hluti af víðtækari innviða- og efnahags þróunaráætlunum nasistastjórnarinnar.
Bíllinn var hannaður til að vera á viðráðanlegu verði og hagkvæmur í rekstri, sem gerði bílaeign mögulega fyrir mun stærri hluta íbúanna en dæmigert var á þeim tíma.
Verkefnið var mikið kynnt af nasistastjórninni sem tákn um þjóðarstolt og tækniframfarir, sem sýnir skuldbindingu stjórnarinnar til að bæta lífskjör venjulegra Þjóðverja.
Hins vegar tafði upphaf síðari heimsstyrjaldarinnar fjöldaframleiðslu og framleiðslustöðvar bílsins voru notaðar í hernaðarlegum tilgangi í staðinn.
Eftir stríðið tók breski herinn yfir stjórn á Volkswagen verksmiðjunnar og hóf framleiðslu á ný, sem að lokum leiddi til þess að Bjallan varð alþjóðlegt bílatákn á eftirstríðsárunum.
Ath. myndir með greininni er búnar til með gervigreindar forritinu Midjourney.
Umræður um þessa grein