- ?Ford F-150 árgerð 2021 mun segja þér hvenær þú hleður bílinn þinn of mikið
- ?Vog á pallinum og „snjallkrókur“ eru frábærar græjur fyrir þá sem draga stöku sinnum og setja farm á pallinn
- ?Stundum „uppfæra“ bílaframleiðendur bílana sína frá því að þeir eru frumsýndir og bæta við eiginleikum sem nýtast vel í dagsins önn
Eftir að F-150 kom fyrst á markað sem árgerð 2021 náði Ford að lauma inn nokkrum eiginleikum sem voru ekki alveg „fullbakaðir“ þegar uppfærði pallbíllinn fór fyrst í sölu síðastliðið haust.
Þó að þeir hafi verið kynntir til sögunnar í apríl, var Ford aðeins nýlega fær um að sýna nýju vogina („Onboard Scales“) og snjallkrókinn („Smart Hitch“) – tvo eiginleika sem urðu til sem aukaafurð við uppfærslu á rafrænum grunni sem var hannaður til að búa til aðlögunarhæft fjöðrunarkerfi sem Ford kallar „Stöðuga stýringu fjöðrunar“ eða „Continuously Controlled Damping”.
Ford fer svipaða leið varðandi nálgunina hér og með „PowerBoost“ blendingnum; að leita leiða til að nýta nýja pallinn fyrir utan hið augljósa notagildi. Í þessu tilfelli leiddi það til tveggja handhægra eiginleika fyrir fólk sem notar pallbílana sína í meira en að aka til og frá vinnu. Við fáum það; hvort sem okkur líkar það en eru samt græjur sem eigendur pallbíla gætu í raun og veru haft gagn af.

Vogin sem er um borð í bílnum er um það bil eins snjöll og eiginleikar geta verið og það leysir það sem Ford segir vera ein algengustu mistökin sem pallbílaeigendur gera: rangt mat á því hversu mikið þeir geta dregið á öruggan hátt. Innbyggða vogin nota þessa skynjara sem eru festir á undirvagninn til að mæla fjöðrunarbúnað á hverju horni, þar sem búnaðurinn túlkar þetta sem heildarþyngd og sendir yfir í nýtt Sync 4 app, sem gerir þér kleift að fylgjast með heildarþyngd pallbílsins á móti hámarksþyngdinni til að ganga úr skugga um að þú sért innan hæfilega öruggs heidlarþunga.

Kerfið finnur út hve mikið er búið að hlaða bílinn og mundu að það snýst ekki bara um þyngdina á pallinum. Farþegarnir eru einnig teknir með inn í útreikningana og þú getur tengt farþegana við mælinguna til að láta pallbílinn vita að þú ætlar að bæta við nokkur hundruð kílóum af manneskjum áður en allt er komið. Og til að auðvelda þér að finna út hve mikið er búið að hlaða bílinn áður en komið er að hámarki?
Ekkert mál. Í afturljósum F-150 eru LED framvindustika sem sýna hversu mikið þú hefur hlaðið hingað til; efsta ljósið blikkar þegar þú hefur farið yfir markið (eða hámarks hleðslugetu).

Það er þó ekki eina leiðin til að þyngd komi þér í vandræði með pallbíll, og þar kemur „snjallkrókurinn“ (Smart Hitch) til sögunnar. Snjallkrókurinn gerir það fyrir eftirvagninn sem vogin um borð gerir fyrir þyngdina á pallinum. Uppsetning Smart Hitch í Sync 4 appinu krefst þess að þú sláir inn heildarþyngd eftirvagnsins þíns til að kerfið virki.
Þegar þetta er komið inn mun það sýna núverandi þyngd sem liggur á kúlunni/króknum ásamt lágmarks og hámarks öruggri álagsþyngd fyrir forskriftir eftirvagnsins þíns. Appið mun meira að segja leiða þig í gegnum þyngdardreifandi kúlu eða krók ef þú hefur aldrei sett upp einn.

Þegar þú stillir hleðsluna á eftirvagninum uppfærir snjallkrókurinn skjáinn í rauntíma og eins varðandi vogina um vorð mun krókurinn eða appið sýna þér hvernig þetta er með því að nota LED-ljósin aftan á vörubílnum. Neðri ljósin gera þér kleift að láta þig vita að þyngdarálagið er of lágt; efra ljósið gefur til kynna að álagið sé of hátt.
Ef ljósið er í miðjunni ertu í góðum málum. Álag stillt við kerruna? Þú getur líka fengið aðgang að upplýsingunum í snjallsímaforriti. Engin þörf á að fara út til að athuga gang mála.
Snjallkrókurinn (Smart Hitch) hefur sínar takmarkanir. Þó að hann gæti auðveldlega reiknað út heildarþyngd eftirvagnsins þyrfti pallbíllinn að vera á hreyfingu til þess að það gæti gerst, þar sem tölvan þyrfti að framreikna þyngdina úr álaginu sem var sett á vélina meðan hún var í gangi (reikna með hlutum eins og umhverfishita, hæð, yfirborðshalla o.s.frv.).
Í stuttu máli, það væri hægt að gera það með nokkurri nákvæmni, en hversu mikið gildi hafa þær upplýsingar ef ökumaðurinn er þegar kominn út í umferðina?
Innbyggð vog og snjallkrókur eru sett saman í pakka sem er fáanlegur á mörgum búnaðarstigum Ford F-150. Það fer eftir því hvaða búnaðarstig þú velur og hvernig þú tilgreinir pallbílinn við kaupin, þú gætir þurft að bæta við einum af dráttarpökkum F-150 til að fá góðgætið.
(grein á vef Autoblog)
Umræður um þessa grein