Bílasýning hjá Ísband á laugardag
ISBAND bílaumboð í Mosfellsbæ umboðsaðili Jeep, RAM og Fiat á Íslandi, blæs til glæsilegrar bílasýningar laugardaginn 2. apríl n.k.
Frá Jeep verða öflugu rafknúnu plug-in-hybrid jepparnir til sýnis. Jeep Renegade 4xe verður sýndur í Trailhawk útfærslu og Jeep Compass 4xe í Limited, Trailhawk og S útfærslu.
Alvöru jeppar með alvöru fjórhjóladrifi, lágt drif og troðfullir af aukabúnaði.
Fram undan er 480.000 kr. hækkun á þessum bílum vegna niðurfellingar á virðisaukaskatti og nú því tilvalið að skella sér á nýjan Jeep Renegade eða Jeep Compass.
Breyttir Jeep Wrangler
Goðsögnin Jeep Wrangler Rubicon 4xe plug-in-hybrid sem svo sannarlega hefur slegið í gegn verður einnig til sýnis og þá verður hann sýndur með 35”, 37” og 40” breytingapökkum.
Jeppunum er breytt af breytingaverkstæði íSBAND . Stórglæsilegir og öflugir jeppar hér á ferð sem vert er að skoða.
40 tommu RAM 3500
RAM 3500 pallbíll með 40” breytingu verður á sýningunni, en ÍSBAND býður upp á 37” og 40” breytingapakka á RAM. Þá verður einnig sýndur 40” breyttur RAM 3500 björgunarsveitarbíll.
Fiat 500e 3+1
Loks verður að finna á sýningunni fallegasta 100% rafknúna ítalska smábílinn Fiat 500e í LaPrima 3+1 útfærslu.
42kw öflug rafhlaða með allt að 433 km drægni. Ítölsk hönnun eins og hún gerist best.
Mjög vel útbúinn smábíll með fullkomnu akstursaðstoðarkerfi sem í dag er aðeins er að finna í mun stærri og dýrari bifreiðum á markaðnum í dag.
Boðið verður upp á ítalskt Lavazza eðalkaffi frá Danól og gos og snakk frá Ölgerðinni.
Sýningin er í sýningarsal ÍSBAND að Þverholti 6 í Mosfellbæ og er opin frá kl. 12-16.
Umræður um þessa grein